Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
   þri 24. nóvember 2020 13:30
Magnús Már Einarsson
Steve McClaren ráðinn í starf hjá Derby (Staðfest)
Steve McClaren, fyrrum landsliðsþjálfari Englendinga, hefur verið ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Derby í Championship deildinni.

Hinn 59 ára gamli McClaren mun vera ráðgjafi stjórnar Derby og tæknilegur ráðgjafi félagsins.

McClaren var á dögunum orðaður við stöðu landsliðsþjálfara hjá Íslandi.

McClaren þekki til hjá Derby því hann var stjóri liðsins 2013-2015 og aftur 2016-2017.

Philip Cocu var rekin sem knattspyrnustjóri Derby á dögunum en fyrirliðinn Wayne Rooney stýrir liðinu þessa dagana ásamt Liam Rosenior, Shay Given og Justin Walker.
Athugasemdir