Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 24. nóvember 2021 19:00
Brynjar Ingi Erluson
Elduðu grátt silfur á Spáni en eru liðsfélagar í dag - „Svolítið skrítið fyrst"
Lionel Messi og Sergio Ramos eru liðsfélagar í dag
Lionel Messi og Sergio Ramos eru liðsfélagar í dag
Mynd: EPA
Það voru mikil viðbrigði fyrir Lionel Messi að mæta á æfingar með Sergio Ramos hjá Paris Saint-Germain. Tveir leikmenn sem háðu ófáar baráttur á Spáni, óvænt orðnir liðsfélagar í Frakklandi.

Messi var í viðtali við Marca á Spáni þar sem hann fór yfir margt áhugavert og meðal annars þá tilfinningu að æfa með Ramos.

Slagirnir voru yfirleitt bráðskemmtilegir þegar Barcelona og Real Madrid mættust í El Clasico með þá innaborðs. Ástríðan var gríðarleg og þeir tveir oft nálægt því að slást á vellinum.

Báðir sömdu við Paris Saint-Germain í sumar á frjálsri sölu og gerðu tveggja ára samninga. Messi segir það hafa verið skrítið fyrst að æfa með Ramos en að þeir hafi alltaf borið mikla virðingu fyrir hvor öðrum.

„Þetta var svolítið skrítið fyrst eftir að hafa verið keppinautar og báðir fyrirliðar hjá Barcelona og Real Madrid. Við spiluðum marga Clasicos og ófá rifrildin," sagði Messi.

„Það heyrir fortíðinni til og við höfum alltaf borið mikla virðingu fyrir hvor öðrum þrátt fyrir allar þessar baráttu í Clasico-leikjunum. Það er geggjað að hafa hann sem liðsfélaga í dag."

„Ég þekkti hann fyrir. Það er satt að við töluðum aldrei mikið saman en lið okkar mættust oft í La Liga í mörg ár og við töluðum saman oftar en einu sinni. Ég hafði alveg hugmynd um hvernig hann var og átti fyrrum liðsfélaga sem spiluðu með honum í spænska landsliðinu sem þekktu hann. Eftir að hafa eytt meiri tíma með honum í París þá sé að hann er frábær persóna,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner