Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 24. nóvember 2021 20:56
Brynjar Ingi Erluson
Onana spilaði sinn fyrsta leik í níu mánuði
Andre Onana er mættur aftur á völlinn
Andre Onana er mættur aftur á völlinn
Mynd: EPA
Kamerúnski markvörðurinn Andre Onana stóð á milli stanganna hjá Ajax í kvöld er liðið vann Besiktas, 2-1, í Meistaradeild Evrópu. Þetta var fyrsti leikur hans með liðinu í níu mánuði.

Þessi 25 ára gamli leikmaður var dæmdur í tólf mánaða bann í febrúar eftir að hann féll á lyfjaprófi. Onana sagðist hafa óvart innbyrt lyf eiginkonu sinnar og þannig ruglast á lyfjum.

Hann kærði ákvörðun UEFA til íþróttadómstólsins í Lausanne í Sviss og ákvað dómstóllinn að stytta bannið um þrjá mánuði.

Onana hefur æft Ajax undanfarnar vikur og var síðan í markinu í kvöld er liðið vann Besiktas, 2-1.

Samningur hans við Ajax gildir út þetta tímabil en hann hefur verið orðaður við Inter á Ítalíu.

„Frábær tilfinning að vera kominn aftur. Ég var smá stressaður fyrir leikinn en liðsfélagar mínir hjálpuðu mér og ég er ánægður með þetta," sagði Onana eftir leik.
Athugasemdir
banner