Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 24. nóvember 2022 09:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Auðvelduðu vallarstarfsfólki vinnuna eftir glæstan sigur
Japan byrjar með stórkostlegum sigri á HM.
Japan byrjar með stórkostlegum sigri á HM.
Mynd: Getty Images
Japan vann glæstan sigur gegn Þýskalandi í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í gær.

Þjóðverjar voru mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleiknum og þeir komust yfir er Ilkay Gundogan skoraði af vítapunktinum eftir að markvörður Japan braut af sér.

Japan, sem var bara 19 prósent með boltann í fyrri hálfleik, náði að jafna metin á 75. mínútu þegar Ritsu Doan skoraði og á 83. mínútu gerði Takuma Asano, sem leikur með Bochum í Þýskalandi, sigurmarkið.

Stuðningsfólk Japan var hresst í stúkunni á meðan leiknum stóð, en þau voru fljót niður á jörðina því eftir leik hjálpuðu þau vallarstarfsmönnum að taka til á leikvanginum. Leikmenn liðsins skildu klefann þá eftir í toppstandi.

Afskaplega vel gert en hér fyrir neðan má sjá myndir af þessu.



Athugasemdir
banner
banner
banner