Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 25. janúar 2020 11:42
Ívan Guðjón Baldursson
Leipzig festir kaup á Dani Olmo (Staðfest)
Mynd: Getty Images
RB Leipzig er búið að staðfesta komu Dani Olmo til félagsins. Olmo er fjölhæfur leikmaður sem getur ýmist spilað sem sóknartengiliður eða kantmaður.

Olmo er 21 árs Spánverji og gengur til liðs við Leipzig frá besta liði Króatíu, Dinamo Zagreb.

Olmo er uppalinn hjá Barcelona en skipti til Zagreb aðeins 16 ára gamall. Hann var eftirsóttur af ýmsum félögum, meðal annars Barca, en valdi Leipzig að lokum vegna loforðs um spiltíma.

Leipzig greiðir 17 milljónir evra fyrir Olmo en upphæðin getur farið upp í 25 milljónir með árangurstengdum greiðslum. Olmo er búinn að skrifa undir samning til 2024.

Olmo er lykilmaður í spænska U21 landsliðinu og skoraði í sínum fyrsta A-landsleik með Spáni, 7-0 sigri gegn Möltu í undankeppni EM síðasta nóvember.

Leipzig er með fjögurra stiga forystu á toppi þýsku deildarinnar eftir 18 umferðir.
Athugasemdir
banner
banner