mán 25. janúar 2021 16:30
Magnús Már Einarsson
Manchester United ætlar að lána Pellistri
Manchester United ætlar að reyna að lána Facundo Pelllistri áður en félagaskiptaglugginn lokar eftir viku.

Hinn 19 ára gamli Pellistri kom til Manchester United í sumar og hefur síðan þá spilað með U23 ára liði félagsins.

Pellistri er kantmaður en hann kemur frá Úrúgvæ.

Pellistri mun væntanlega fara á lán á næstu dögum en Manchester United er að skoða möguleikana í stöðunni.

Hann færðist lengra frá tækifæri með aðalliðinu þegar Amad Diallo kom frá Atalanta á dögunum. Diallo hefur æft með aðalliðinu síðan hann kom til félagsins fyrr í mánuðinu.
Athugasemdir
banner
banner