Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   mán 25. janúar 2021 10:17
Magnús Már Einarsson
Tuchel tekur við Chelsea
Thomas Tuchel, fyrrum stjóri PSG, þykir langlíklegastur til að taka við sem stjóri Chelsea en enskir fjölmiðlar fullyrða að Frank Lampard verði rekinn úr starfi í dag.

The Athletic segir að öruggt sé að Tuchel taki við starfinu og The Mirror segir að viðræður séu mjög langt á veg komnar.

Chelesa hefur gengið afar illa undanfarnar vikur en liðið hefur tapað fimm af síðustu átta leikjum í ensku úrvalsdeildinni og situr nú í 9. sæti þar.

Hinn 47 ára gamli Tuchel var sjálfur rekinn frá PSG á aðfangadag en Mauricio Pochettino tók við af honum.

Tuchel, sem fór með PSG í úrslit Meistaradeildarinnar á síðasta tímabili, tók við frönsku meisturunum 2017 eftir að hafa áður stýrt Mainz og Borussia Dortmund.

Tuchel þykir langlíkleagstur til að fá starfið samkvæmt fjölmiðlum og veðbönkum í Englandi.
Athugasemdir