Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mán 25. janúar 2021 10:17
Magnús Már Einarsson
Tuchel tekur við Chelsea
Thomas Tuchel.
Thomas Tuchel.
Mynd: Getty Images
Thomas Tuchel, fyrrum stjóri PSG, þykir langlíklegastur til að taka við sem stjóri Chelsea en enskir fjölmiðlar fullyrða að Frank Lampard verði rekinn úr starfi í dag.

The Athletic segir að öruggt sé að Tuchel taki við starfinu og The Mirror segir að viðræður séu mjög langt á veg komnar.

Chelesa hefur gengið afar illa undanfarnar vikur en liðið hefur tapað fimm af síðustu átta leikjum í ensku úrvalsdeildinni og situr nú í 9. sæti þar.

Hinn 47 ára gamli Tuchel var sjálfur rekinn frá PSG á aðfangadag en Mauricio Pochettino tók við af honum.

Tuchel, sem fór með PSG í úrslit Meistaradeildarinnar á síðasta tímabili, tók við frönsku meisturunum 2017 eftir að hafa áður stýrt Mainz og Borussia Dortmund.

Tuchel þykir langlíkleagstur til að fá starfið samkvæmt fjölmiðlum og veðbönkum í Englandi.
Athugasemdir
banner
banner