Gonzalo Garcia gæti verið lánaður til Brighton frá Real Madrid - Man Utd vill sænskan táning - Liverpool leiðir kapphlaupið um Semenyo
   þri 25. janúar 2022 13:30
Elvar Geir Magnússon
Bayern spilar aftur fyrir framan áhorfendur
Thomas Muller, leikmaður Bayern.
Thomas Muller, leikmaður Bayern.
Mynd: EPA
Þýskalandsmeistarar Bayern München fá að taka aftur á móti áhorfendum en stjórnvöld í Bæjaralandi hafa ákveðið að aflétta áhofendabanni sem sett var vegna Covid faraldursins.

Frá og með fimmtudeginum má taka á móti áhorfendum í 25% af sætum, að hámarki tíu þúsund áhorfendum. Áhorfendur verða að vera bólusettir og framvísa neikvæðri niðurstöðu úr hraðprófi.

Önnur svæði í Þýskalandi hafa þegar leyft áhorfendur að hámarki 15 þúsund. Bæjaraland bannaði stuðningsmenn frá því snemma í desember vegna fjórðu bylgju veirunnar.

Bayern er á toppi þýsku deildarinnar með sex stiga forystu á Borussia Dortmund.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 10 9 1 0 35 6 +29 28
2 RB Leipzig 10 7 1 2 20 13 +7 22
3 Dortmund 10 6 3 1 16 7 +9 21
4 Stuttgart 10 7 0 3 17 12 +5 21
5 Leverkusen 10 6 2 2 24 14 +10 20
6 Hoffenheim 10 6 1 3 21 16 +5 19
7 Eintracht Frankfurt 10 5 2 3 23 19 +4 17
8 Werder 10 4 3 3 15 18 -3 15
9 Köln 10 4 2 4 17 15 +2 14
10 Freiburg 10 3 4 3 13 14 -1 13
11 Union Berlin 10 3 3 4 13 17 -4 12
12 Gladbach 10 2 3 5 13 19 -6 9
13 Hamburger 10 2 3 5 9 16 -7 9
14 Wolfsburg 10 2 2 6 12 18 -6 8
15 Augsburg 10 2 1 7 14 24 -10 7
16 St. Pauli 10 2 1 7 9 20 -11 7
17 Mainz 10 1 2 7 10 18 -8 5
18 Heidenheim 10 1 2 7 8 23 -15 5
Athugasemdir
banner
banner