Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 25. janúar 2023 21:55
Brynjar Ingi Erluson
Enski deildabikarinn: Man Utd með annan fótinn í úrslit
Marcus Rashford og Wout Weghorst fagna í kvöld
Marcus Rashford og Wout Weghorst fagna í kvöld
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Nott. Forest 0 - 3 Manchester Utd
0-1 Marcus Rashford ('6 )
0-2 Wout Weghorst ('45 )
0-3 Bruno Fernandes ('89 )

Manchester United er komið með annan fótinn í úrslit enska deildabikarsins eftir að hafa unnið Nottingham Forest, 3-0, í fyrri leik liðanna á City Ground í kvöld.

Marcus Rashford byrjaði leikinn eins og gegn Arsenal um helgina og það var auðvitað með því að skora eftir frábært einstaklingsframtak.

Englendingurinn hljóp frá sínum vallarhelmingi og upp vinstri vænginn áður en hann fór á milli tveggja varnarmanna og fann sér pláss í teignum. Rashford lét síðan vaða á markið og í netið fór boltinn.

Heimamenn töldu sig hafa jafnað metin á 23. mínútu er Sam Sturridge fékk sendingu frá Morgan Gibbs-White áður en hann skaut boltanum í markið. Surridge stóð í rangstöðu og markið því dæmt af.

United refsaði Forest undir lok fyrri hálfleiks. Antony átti glæsilegt skot sem Wayne Hennessey varði út í teiginn. Wout Weghorst var fyrstur að átta sig og skoraði.

Christian Eriksen var hársbreidd frá því að gera þriðja mark United á 54. mínútu. Antony kom boltanum á danska landsliðsmanninn sem lét vaða á markið en skot hans hafnaði í þverslá.

Þriðja markið kom fyrir rest og það undir lok leiksins. Anthony Elanga, sem kom inná sem varamaður, vippaði boltanum skemmtilega fyrir Bruno Fernandes sem tók hann viðstöðulaust framhjá Hennessey.

Lokatölur 3-0 fyrir United sem er nú einum leik frá því að koma sér í úrslitaleik deildabikarsins. Forest á erfitt verkefni fyrir höndum á Old Trafford í næstu viku, það er alveg ljóst.


Athugasemdir
banner
banner