Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   fim 25. febrúar 2021 14:00
Magnús Már Einarsson
Bandaríkin unnu SheBelieves æfingamótið
Kvenaboltinn
Bandaríska kvennalandsliðið vann SheBelieves æfingamótið sem lauk í gær.

Um er að ræða árlegt æfingamót í Bandaríkjunum.

Bandaríkin vann alla þrjá leiki sína á mótinu gegn Kanada, Brasilíu og Argentínu.

Markatala liðsins var 9-0 en Kanada veitti Bandaríkjunum mesta keppni þar sem lokatölur urðu 1-0.

Megan Rapinoe var markahæst á mótinu með þrjú mörk en Rose Lavelle var valin besti leikmaðurinn.
Athugasemdir
banner
banner