Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   sun 25. febrúar 2024 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
De Jong ekki sáttur með sjálfan sig: Fólk lítur alltof mikið á fótbolta á þennan hátt
Mynd: EPA

Frenkie de Jong var ekki ánægður með sinn eigin leik þegar Barcelona vann öruggan sigur á Getafe í gær.


De Jong skoraði þriðja markið og átti stóran þátt í fjórða og síðasta marki liðsins en það var ekki nóg fyrir hann.

„Þetta var einn versti leikurinn minn á tímabilinu með boltann. Það er satt að ég skoraði og gerði vel í fjórða markinu. Fólk lítur alltof mikið á fótbolta á þennan hátt, en almennt var ég ekki góður í leiknum, fólk heldur að ef maður skorar þá spilar maður vel en ég lít ekki þannig á fótbolta," sagði De Jong.

Spyrillinn fór þá yfir alla tölfræðina hans í leiknum og sagði að allir hafi valið hann mann leiksins en De Jong harðneitaði að hafa átt góðan leik.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner