Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 25. mars 2023 15:20
Aksentije Milisic
Özil segir Mourinho besta stjóra aldarinnar
Félagarnir.
Félagarnir.
Mynd: Getty Images

Mesut Özil lagði skónna á hilluna á dögunum eftir frábæran feril en hann hefur verið að fá kveðjur víðsvegar úr fótboltaheiminum. Hinn 34 ára gamli Özil vann fjöldan allan af titlum á sínum ferli en hann vann deildartitla í þremur löndum og varð Heimsmeistari með Þýskalandi árið 2014.


Özil var í viðtali við Marca eftir að hann ákvað að hætta en þar segir hann að Portúgalinn Jose Mourinho sé besti stjórinn sem hann spilaði undir.

Mourinho sannfærði 21 árs gamlan Özil að koma til Real Madrid frá Werder Bremen sumarið 2010 en Pep Guardiola vildi fá Özil til Barcelona.

„Að mínu mati, þá er Mourinho besti stjóri aldarinnar. Taktískur skilningur hans er í allt öðrum gæðaflokki en líka hvernig hann talaði í klefanum og verndaði liðið í fjölmiðlum. Hann er svo sannarlega heimklassa stjóri,” sagði Özil.

„Ég valdi Real útaf honum. Hann sýndi mér leikvanginn og alla titlanna sem félagið hefur unnið. Ég fékk gæsahúð þá. Heimsókn mín á Nou Camp var ekki eins góð og það sem olli mestum vonbrigðum var að Guardiola kom ekki einu sinni til að spjalla við mig.”

Özil og Mourinho unnu saman í þrjú ár.


Athugasemdir
banner
banner
banner