Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 25. apríl 2019 09:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lið ársins tilkynnt - Pogba og Ederson eru í því
Mynd: Getty Images
Búið er að tilkynna lið ársins í ensku úrvalsdeildinni, sem valið er af leikmönnum í efstu fjórum deildum Englands.

Mesta athygli vekur að það er einn leikmaður sem er ekki í annað hvort Manchester City og Liverpool, en það er Paul Pogba, miðjumaður Manchester United.

Ederson, markvörður Manchester City, er þá valinn í markið í stað Alisson, sem er búinn að eiga mjög gott tímabil með Liverpool.

Það er ekkert pláss fyrir Mohamed Salah eða Eden Hazard.

Búist er við því að það verði annað hvort Virgil van Dijk, varnarmaður Liverpool, eða Raheem Sterling, kantmaður Manchester City, sem verði valinn leikmaður ársins. Tilkynnt verður um það á sunnudaginn.



Athugasemdir
banner
banner
banner