Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 25. apríl 2022 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Ég verð kominn í alvöru stand eftir nokkra leiki"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er allavega heill og hefði viljað vera búinn að ná fleiri metrum í lappirnar í byrjun móts. Standið er ekki nógu gott en það kemur ef ég helst heill í næstu leikjum. Ég get vonandi sýnt mitt rétta andlit núna sem fyrst," sagði Andri Rúnar Bjarnason, leikmaður ÍBV, í viðtali við Fótbolta.net í gær.

Andri Rúnar hefur verið tekinn af velli í fyrstu tveimur leikjum ÍBV. Hann finnur mun á sér milli leikja.

Lestu um leikinn: ÍBV 0 -  3 KA

„Hver vika skiptir máli og ég verð að halda mér heilum og þá kemur þetta. Ég er að leggja mig hart fram og það mun bara skila sér. Ég verð kominn í alvöru stand eftir nokkra leiki," sagði Andri.

Andri er 31 árs framherji sem gekk í raðir ÍBV frá danska félaginu Esbjerg í vetur. Hann er einn af fimm mönnum í nítján marka klúbbnum og gera eyjamenn miklar væntingar til hans.
Andri Rúnar: Vorum bara ekki góðir, þetta var hræðilegt
Athugasemdir
banner
banner