Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   lau 25. maí 2019 20:45
Kristófer Jónsson
Rúnar Kristins: Landsliðsfyrirliðinn hraunaði yfir Albani hér um árið
Rúnar Kristinsson hafði margt um stóra málið að segja.
Rúnar Kristinsson hafði margt um stóra málið að segja.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var að vonum sáttur eftir 1-0 sigur sinna manna gegn Víking R. í sjöttu umferð Pepsi Max-deildar karla í kvöld.

„Leikurinn var erfiður en við skorum snemma í leiknum. Þetta var frekar jafnt í fyrri hálfleik og við vorum í smá basli. Í síðari hálfleik leyfðum við þeim að vera með boltann og beittum skyndisóknum og þeir sköpuðu sér varla færi." sagði Rúnar eftir leik.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 -  1 KR

Björgvin Stefánsson var í byrjunarliði KR í dag en hann kom sér í fréttirnar í vikunni eftir ummæli sem að hann lét falla þegar að hann lýsti leik Hauka og Þróttar. Nánar má lesa um það hér. Rúnar sagði það aldrei koma til greina að taka Björgvin úr liðinu.

„Landsliðsfyrirliði okkar hraunaði yfir Albani hér um árið og hann byrjaði næsta leik. Björgvin gerði mistök og hann áttaði sig á því alveg um leið og biðst afsökunar. Auðvitað fordæmir maður alla svona umræðu og hann á ekki að gera þetta. Hann er að reyna að vera hnittin og fyndinn og það mistekst hraparlega og því miður er það orðið að stórmáli og ég vona að því máli ljúki sem fyrst." hafði Rúnar meðal annars að segja um málið.

Hitt stóra málið í vikunni er sjálfsögðu að Gary Martin er laus allra mála frá Val og því spurning hvert að hann fer næst. Eru einhverjar líkur að hann fari í KR?

„Jájá það eru alltaf líkur á því?" var einfaldlega svar Rúnars

Nánar er rætt við Rúnar í spilarnum að ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner