lau 25. maí 2019 20:58
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Barcelona tapaði úrslitaleiknum
Kevin Gameiro og Rodrigo Moreno afgreiddu öflugt lið Barcelona.
Kevin Gameiro og Rodrigo Moreno afgreiddu öflugt lið Barcelona.
Mynd: Getty Images
Barcelona 1 - 2 Valencia
0-1 Kevin Gameiro ('21)
0-2 Rodrigo Moreno ('33)
1-2 Lionel Messi ('73)

Barcelona og Valencia mættust í úrslitaleik spænska bikarsins á Estadio Benito Villamarin í Sevilla.

Fyrir leikinn var búist við sigri Börsunga en þeir lentu tveimur mörkum undir í fyrri hálfleik. Kevin Gameiro og Rodrigo Moreno gerðu mörkin eftir skyndisóknir.

Börsungar komust nokkrum sinnum nálægt því að skora og juku sóknarþungann til muna eftir leikhlé en inn vildi boltinn ekki.

Lionel Messi minnkaði muninn á 73. mínútu þegar hann fylgdi eftir skalla sem fór í stöngina en jöfnunarmarkið kom aldrei. Messi setti met þegar hann skoraði, hann er eini leikmaðurinn til að skora í sex úrslitaleikjum spænska Konungsbikarsins.

Valencia vann því bikarinn í fyrsta sinn síðan 2008, en Barca hafði unnið síðustu fjögur ár í röð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner