Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 25. maí 2020 10:02
Elvar Geir Magnússon
Adrian setti heimsmet - Heimir mun taka upp símann
Heimir spjallar við Adrian.
Heimir spjallar við Adrian.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Adrian í leik með HB.
Adrian í leik með HB.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Adri­an Just­in­us­sen, skærasta stjarna færeyska liðsins HB, skoraði fjögur mörk í 5-0 sigri gegn AB Argir í gær.

Adrian verður 22 ára í sumar og er þekktur fyrir spyrnutækni sína en hann skoraði þrjú mörk beint úr aukaspyrnum á átta mínútna kafla í leiknum í gær. Það er nýtt heimsmet.

Fyrra metið átti Sinisa Mihajlovic sem skoraði aukaspyrnuþrennu á 23 mínútna kafla með Lazio 1998.

Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, þjálfaði Adrian hjá HB í tvö ár en Heimir var í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolti.net um helgina, áður en áðurnefndur leikur fór fram.

Tómas Þór Þórðarson spurði Heimi af hverju hann hefði ekki tekið Adrian með sér í Val?

„Hann er frábær leikmaður og einn skemmtilegasti fótboltamaður sem ég hef þjálfað. Hann er góður í nánast öllum þáttum leiksins og gott að hafa mann eins og hann í liðinu, ef það var aukaspyrna fyrir utan þá var það nánast mark," segir Heimir.

„Svona atvik geta skilið á milli í leikjum, þegar þú ert með svona mann."

Flughræðsla hefur gert það að verkum að Adrian hefur sleppt verkefnum í fótboltanum erlendis og haldið sig í Færeyjum. Hann fór þó með HB í æfingaferð til Tyrklands fyrir rúmu ári.

„Ég var við hlið hans þegar flogið var til Tyrklands og ég hef aldrei á ævinni séð eins hræddan mann og þegar vélin var að lenda. Þetta tók svo mikið á hann að hann gat ekki æft daginn eftir," segir Heimir.

Í viðtali á dögunum sagði Adrian frá því að hann væri búinn að sigrast á flughræðslunni og stefnan væri sett á að spila utan Færeyja á næsta tímabili.

„Ég var mjög ánægður þegar ég las það að hann væri búinn að sigrast á flughræðslunni. Eins og kom fram í viðtali við hann þá vill hann verða atvinnumaður. Ég mun taka upp símann og hringja í hann," segir Heimir í þættinum.

Miðað við viðtal við Adrian Justinussen eftir leikinn í gær er hann með stóra drauma og vonast eftir því að komast í mun sterkari deild en þá íslensku.
Heimir Guðjóns í ítarlegu viðtali um fótboltasumarið
Athugasemdir
banner
banner
banner