mán 25. maí 2020 12:12
Elvar Geir Magnússon
Hrósar Guðlaugi Victori í hástert - Saknað í Sviss
Guðlaugur Victor fagnar með samherjum sínum.
Guðlaugur Victor fagnar með samherjum sínum.
Mynd: Getty Images
Ludovic Magn­in, fyrrum þjálfari Guðlaugs Victors Pálssonar hjá FC Zurich, hrósar Íslendingnum í hástert í nýju viðtali.

Guðlaugur Victor hefur leikið afskaplega vel með Darmstadt í þýsku B-deildinni en sex sinnum hefur hann verið valinn í úrvalslið umferðarinnar.

„Victor er frábær," segir Magnin en Guðlaugur Victor bar fyrirliðabandið undir hans stjórn.

„Victor er sú gerð af leikmanni sem allir þjálfarar vilja hafa í sínu liði, öll lið þurfa svona leikmenn. Hann er leiðandi á vellinum og sér til þess að liðsfélagar sínir séu allir á tánum."

„Enginn er meiri atvinnumaður og tekur hverri æfingu og hverjum leik eins alvarlega og Victor. Hann er alltaf hungraður í að vinna og gefst aldrei upp. Þess vegna er hann kjörinn til að vera fyrirliði."

Magnin segir að Íslendingsins sé sárt saknað í Zurich.
Athugasemdir
banner
banner
banner