Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 25. maí 2022 21:54
Brynjar Ingi Erluson
Mjólkurbikarinn: KR í 16-liða úrslit eftir öruggan sigur á Stjörnunni
Atli Sigurjónsson gerði annað mark KR-inga
Atli Sigurjónsson gerði annað mark KR-inga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjörnumenn eru úr leik
Stjörnumenn eru úr leik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan 0 - 3 KR
0-1 Hallur Hansson ('5 )
0-2 Atli Sigurjónsson ('31 )
0-3 Aron Þórður Albertsson ('83 )
Lestu um leikinn

KR er tólfta liðið til að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla eftir öruggan 3-0 sigur á Stjörnunni á Samsung-vellinum í kvöld.

Það tók gestina aðeins fimm mínútur að komast yfir. Hallur Hansson gerði það með góðu skoti við enda vítateigsins. Kjartan Henry Finnbogason reyndi að keyra í gegnum vörn Stjörnunnar en heimamenn náðu að pota boltanum í burtu. Boltinn barst á Hall sem kláraði vel.

KR-ingar sýndu mun meiri áræðni og baráttu sóknarleika í fyrri hálfleik og áttu nokkur ákjósanleg færi áður en Atli Sigurjónsson bætti við öðru markinu á 31. mínútu. Atli fékk boltann í lappir eftir hreinsun Stjörnumanna og hafði skot hans viðkomu af varnarmanni heimamanna áður en hann fór í netið.

Stjörnumenn vildu fá aukaspyrnu í aðdraganda marksins og voru allt annað en sáttir við Jóhann Inga Jónsson, dómara leiksins.

Staðan í hálfleik 2-0 fyrir KR. Emil Atlason byrjaði síðari hálfleikinn með líflegum hætti og átti tvö góð færi en brást bogalistin. Ekki að finna sig í dag.

Nokkrum minútum síðar komst Kjartan Henry aleinn gegn Haraldi Björnssyni í marki Stjörnumanna. Hann náði að komast framhjá Haraldi en Brynjar Gauti Guðjónsson var fljótur til baka og náði að koma í veg fyrir mark.

Heimamenn voru sterkir í síðari hálfleiknum en færanýtingin slök og varð það þeim að falli.

KR-ingar voru líklegir til að bæta við undir lokin og fékk Ægir Jarl Jónasson dauðafæri en Haraldur sá við honum í markinu áður en Hallur skaut í hliðarnetið.

Aron Þórður Albertsson, sem samdi við KR í byrjun maí, skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið og gerði út um leikinn undir lokin. Hann hafði komið inná sem varamaður og 30 sekúndum seinna skoraði hann. Theodór Elmar Bjarnason þræddi Aron í gegn sem kláraði af yfirvegun.

Lokatölur 3-0 fyrir KR sem er komið í 16-liða úrslit bikarsins og skilur Stjörnuna eftir heima.
Athugasemdir
banner
banner
banner