Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 25. maí 2022 09:48
Elvar Geir Magnússon
Tíu albanskir lögreglumenn slösuðust í áflogum við stuðningsmenn
Arena Kombetare í Albaníu.
Arena Kombetare í Albaníu.
Mynd: Getty Images
Tíu albanskir lögreglumenn slösuðust í látum í aðdraganda úrslitaleiks Sambandsdeildarinnar sem fram fer í Tírana, höfuðborg Albaníu, í kvöld. Ítalska liðið Roma mætir Feyenoord frá Hollandi.

Mikil læti brutust út í gærkvöldi og handtók lögreglan 60 mann, 48 ítalska stuðningsmenn og 12 hollenska.

Glerflöskum, steinum og öðru lauslegu var hent í lögreglulið sem reyndi að stöðva ólæti. Einn lögrelubíll var eyðilagður.

Leikurinn fer fram á hinum nýja og stórglæsilega Arena Kombetare sem tekur 21.690 áhorfendur. Jose Mourinho, stjóri Roma, segir að stuðningsmenn Roma hefðu getað fyllt heimavöll Real Madrid sem tekur yfir 80 þúsund áhorfendur.
Athugasemdir
banner
banner
banner