Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 25. maí 2022 12:30
Brynjar Ingi Erluson
Villa gerir allt til að landa Tarkowski
James Tarkowski
James Tarkowski
Mynd: EPA
Enski varnarmaðurinn James Tarkowski er eftirsóttur eftir að Burnley féll niður í ensku B-deildina á dögunum en Aston Villa ætlar að gera allt til að fá hann í sumar.

Tarkowski hefur verið leiðtogi í vörn Burnley síðustu sex tímabil en nú er hann á förum.

Burnley féll á lokadegi ensku úrvalsdeildarinnar og mun spila í B-deildinni á næstu leiktíð en samningur hans við félagið rennur einnig út í sumar og mun hann ekki framlengja.

Everton og Fuham hafa sýnt honum mikinn áhuga undanfarnar vikur en svo virðist sem að það sé Aston Villa sem ætlar að ræna honum.

Samkvæmt Daily Mail þá er Villa reiðubúið að greiða honum 120 þúsund pund í vikulaun til sannfæra hann um að koma. Everton er aðeins tilbúið að borga honum 90 þúsund pund.

Steven Gerrard, stjóri Villa, hefur þegar gengið frá fyrstu kaupum sumarsins en Boubacar Kamara er kominn frá Marseille og þá gæti Yves Bissouma, leikmaður Brighton, verið næstur inn. Það yrði mikill fengur fyrir Gerrard að næla í Tarkowski í leiðinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner