Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 25. maí 2023 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Dalot í samningaviðræðum við Man Utd
Mynd: Getty Images
Diogo Dalot, hægri bakvörður Manchester United, er í viðræðum við félagið um nýjan samning.

Portúgalinn kom til United frá Porto árið 2018 en vann sér ekki fast sæti í liðinu fyrr en árið 2021.

Hann var lykilmaður í liði Ole Gunnar Solskjær og hélt sæti sínu þegar Erik ten Hag tók við.

Á þessu tímabili hefur hann spilað flesta leiki í hægri bakverðinum en Aaron Wan-Bissaka fór að fá fleiri mínútur þegar leið á tímabilið.

Dalot verður samningslaus á næsta ári en leikmaðurinn er í viðræðum við félagið um nýjan samning. Þetta segir Fabrizio Romano á Twitter.
Athugasemdir
banner
banner