Man Utd tilbúið að hlusta á tilboð í Rashford og Martínez - Arteta vill Vlahovic - Ashworth gæti tekið til starfa hjá Arsenal
   fim 25. maí 2023 23:27
Brynjar Ingi Erluson
„Seinni hálfleikurinn sýnir hvar við erum staddir“
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Frank Lampard, bráðabirgðastjóri Chelsea, var vonsvikinn eftir 4-1 tap liðsins gegn Manchester United á Old Trafford í kvöld og ekki í fyrsta sinn.

Chelsea skapaði sér mörg góð færi í fyrri hálfleiknum en eins og oft áður þá gekk ekkert að nýta þau.

Það vantaði allt sjálfstraust í leikmenn til að koma boltanum í netið á meðan United nýtti sín færi. Ekki var þá mikið að frétta á hinum enda vallarins því varnarleikurinn var afar slakur en hvað vantaði upp á hjá Chelsea í dag?

„Skilvirknin fyrir framan markið. Við vorum betra liðið í fyrri hálfleiknum og vorum með svipað góð færi. Það að vera 2-0 undir sýnir líklega hvar við erum staddir og sama á við um síðari hálfleikinn.“

„Markatalan á tímabilinu sýnir að við erum ekki að skora nægilega mörg mörk. Við ógnuðum nokkrum sinnum í fyrri hálfleiknum. Varnarleikurinn sem við sýndum á köflum í síðari hálfleiknum er ástæðan fyrir því að við þurfum að spila með fimm manna varnarlínu.“

„Ég er vonsvikinn með þetta. Við verðum að vera betri en þetta. Löngu tímabilið er að ljúka og það eru nokkur tæknileg atriði sem þarf að vinna í á hverjum degi og gera grunnatriðin rétt. Það er bara þannig en hjá United sérðu að það er smá reynsla á báðum endum vallarins sem gerði leikinn að því sem hann varð. Þetta er raunveruleikinn.“

„Hvert einsta lið sem vinnur eða er alltaf að ná í úrslit er með þennan staðal. Án hans skiptir leikkerfið engu máli.“

„Það þarf að æfa vel á hverjum degi, reyna að vinna og sýna samheldni. Ég skil að það á þessu ári hefur þjálfurunum gengið erfiðlega með það því þetta er stór hópur og við höfum þurft að lifa með því. Stundum er hægt að segja að það skipti máli en sem leikmaður verður þú að setja það til hliðar og einbeita þér að eigin leik.“

„Frá því ég kom hingað hef ég áttað mig á sameiginlegum staðli hópsins. Við verðum að skilja það af hverju félagið er þar sem það er. Það vantar klárlega ekki framlagið. Ég var svo heppinn að vera hér til margra ára og þú getur verið hér á næsta ári og séð að einhver hefur bætt staðalinn,“
sagði Lampard í lokin.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 14 11 2 1 29 11 +18 35
2 Chelsea 15 9 4 2 35 18 +17 31
3 Arsenal 15 8 5 2 29 15 +14 29
4 Man City 15 8 3 4 27 21 +6 27
5 Nott. Forest 15 7 4 4 19 18 +1 25
6 Aston Villa 15 7 4 4 23 23 0 25
7 Bournemouth 15 7 3 5 23 20 +3 24
8 Brighton 15 6 6 3 25 22 +3 24
9 Brentford 15 7 2 6 31 28 +3 23
10 Fulham 15 6 5 4 22 20 +2 23
11 Tottenham 15 6 2 7 31 19 +12 20
12 Newcastle 15 5 5 5 19 21 -2 20
13 Man Utd 15 5 4 6 19 18 +1 19
14 West Ham 15 5 3 7 20 28 -8 18
15 Everton 14 3 5 6 14 21 -7 14
16 Leicester 15 3 5 7 21 30 -9 14
17 Crystal Palace 15 2 7 6 14 20 -6 13
18 Ipswich Town 15 1 6 8 14 27 -13 9
19 Wolves 15 2 3 10 23 38 -15 9
20 Southampton 15 1 2 12 11 31 -20 5
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner