Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 25. júlí 2021 15:19
Brynjar Ingi Erluson
Carragher svarar Wijnaldum: Slökktu á tilkynningum eða eyddu appinu
Jamie Carragher er ósáttur með ummæli Gini Wijnaldum
Jamie Carragher er ósáttur með ummæli Gini Wijnaldum
Mynd: EPA
Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool og núverandi sparkspekingur á Sky Sports, er óhress með viðtalið við hollenska miðjumanninn Gini Wijnaldum sem birtist í Guardian í gær.

Wijnaldum segir í viðtalinu við Guardian að meginástæðan fyrir því að hann hafi ákveðið að yfirgefa Liverpool sé útaf gagnrýninni sem hann fékk á samfélagsmiðlum.

Hann sagði að stuðningsmenn hafi oft valið hann sem blóraböggul og það hafi haft áhrif á ákvörðun hans um að framlengja ekki samninginn við Liverpool.

Wijnaldum samdi við PSG á dögunum og gerði þriggja ára samning en Carragher gagnrýnir ummæli Wijnaldum.

Virtir blaðamenn í Liverpool og víða um England hafa greint frá því að Wijnaldum hafi farið fram á 200 þúsund pund í vikulaun hjá Liverpool en félagið ekki samþykkt það.

Hann hafi því leitað annað. Wijnaldum var í viðræðum við Barcelona í nokkrar vikur en á síðustu stundu kom boð frá PSG sem var töluvert hærra en það sem spænska félagið bauð honum og stökk hann á það. Carragher segir því að ákvörðunin hafi í raun snúist um peninga.

„Ég elska Gini en þetta er ekki rétt. Samfélagsmiðlar eru alger sirkús og öll félög eru með trúða. Slökktu á tilkynningum í símanum ef þetta pirrar þig svona mikið eða eyddu appinu," sagði Carragher á Twitter.

„Hann vildi meiri pening og félagið neitaði. Þannig er fótboltinn stundum."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner