Liverpool vill Guehi næsta sumar frekar en að gera janúartilboð - Man Utd dreymir um að fá McTominay aftur - Everton hefur áhuga á leikmönnum Man Utd
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
banner
   sun 25. júlí 2021 19:39
Anton Freyr Jónsson
Siggi Höskulds: Verðum að nýta færin okkar
Sigurður Höskuldsson, þjálfari Leiknis R.
Sigurður Höskuldsson, þjálfari Leiknis R.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leiknir Reykjavík og KA mættust í dag í 14.umferð Pepsí Max-deildar karla. Ásgeir Sigurgeirsson skoraði eina mark leiksins.

„Hundfúll. Við byrjum leikinn ekki nægilega sterkt en eftir að þeir skora þá fannst mér við miklu betri aðilinn í leiknun. Við vorum sjálfum okkur verstir að klára ekki þessi færi í fyrri hálfleik og mér finnst eiginlega óskiljanlegt að við skyldum tapa þessum leik." voru fyrstu viðbrögð Sigurðar Höskuldssonar þjálfara Leiknis eftir tapið í dag.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 0 -  1 KA

Fyrri hálfleikurinn var fjörugur en síðari hálfleikurinn var rólegur og fátt um mikil gæði og talar Sigurður um erfiðar aðstæður í dag.

„Erfiðar aðstæður nátturulega aðeins en mér fannst við hættulegir mest allan seinni hálfleikinn og við eigum að fá víti þarna líka og mér fannst við töluvert betri aðilinn þrátt fyrir erfiðar aðstæður í dag."

Sólon Breki Leifsson kom inn í síðari hálfleik og féll í teignum á 77. mínútu leiksins en Erlendur Eiríksson dómari leiksins dæmdi ekkert.

„Mér fannst þetta víti en það skiptir engu máli, við verðum að nýta færin okkar."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni. Við biðjumst velvirðingar á vindhljóðum sem má finna í því. Ekki gott veður í Breiðholtinu í kvöld.
Athugasemdir