Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
Siggi Höskulds: Erum að spyrja fullt af spurningum
Gylfi Tryggvason: Svo kemur Lotta bara með einhverja töfra
Karlotta: Ég er bara stolt af liðinu og þetta var góður sigur
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Álfa: Við viljum bara komast í úrslit
Eva Stefánsdóttir: Gríðarlega flott FH lið
Natasha: Sögðu bara að við ættum að rífa okkur í gang
Óskar með hausverk fyrir næsta leik: Sagði bara 'af hverju?'
Bryndís Rut: Extra sætt að hefna fyrir tapið í deildinni
Ída Marín: Uppáhalds skotið mitt er að vippa, geri það mikið í Bandaríkjunum
Jóhannes Karl: Þessar breytingar voru allar ósköp eðlilegar
Ali líður vel í Víkinni: Vona að ég get gefið til baka
Heimir fann lausn: Ekki gefa boltann á slæmum stöðum
Sölvi um mörkin: Þetta var góð pressa
Fékk svarið sem hann vildi fá - „Menn setjist á bekkinn og hugsi sinn gang"
Upplifði ógnvekjandi tíma í vetur - „Mjög þakklátur miðað við hvar maður var"
Æsingur eftir leik - „Illa að okkur vegið að saka okkur um að tefja"
Grímsi ósáttur að hafa verið bekkjaður - „Fáránlegt"
   sun 25. júlí 2021 19:39
Anton Freyr Jónsson
Siggi Höskulds: Verðum að nýta færin okkar
Sigurður Höskuldsson, þjálfari Leiknis R.
Sigurður Höskuldsson, þjálfari Leiknis R.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leiknir Reykjavík og KA mættust í dag í 14.umferð Pepsí Max-deildar karla. Ásgeir Sigurgeirsson skoraði eina mark leiksins.

„Hundfúll. Við byrjum leikinn ekki nægilega sterkt en eftir að þeir skora þá fannst mér við miklu betri aðilinn í leiknun. Við vorum sjálfum okkur verstir að klára ekki þessi færi í fyrri hálfleik og mér finnst eiginlega óskiljanlegt að við skyldum tapa þessum leik." voru fyrstu viðbrögð Sigurðar Höskuldssonar þjálfara Leiknis eftir tapið í dag.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 0 -  1 KA

Fyrri hálfleikurinn var fjörugur en síðari hálfleikurinn var rólegur og fátt um mikil gæði og talar Sigurður um erfiðar aðstæður í dag.

„Erfiðar aðstæður nátturulega aðeins en mér fannst við hættulegir mest allan seinni hálfleikinn og við eigum að fá víti þarna líka og mér fannst við töluvert betri aðilinn þrátt fyrir erfiðar aðstæður í dag."

Sólon Breki Leifsson kom inn í síðari hálfleik og féll í teignum á 77. mínútu leiksins en Erlendur Eiríksson dómari leiksins dæmdi ekkert.

„Mér fannst þetta víti en það skiptir engu máli, við verðum að nýta færin okkar."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni. Við biðjumst velvirðingar á vindhljóðum sem má finna í því. Ekki gott veður í Breiðholtinu í kvöld.
Athugasemdir
banner