Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   sun 25. júlí 2021 19:39
Anton Freyr Jónsson
Siggi Höskulds: Verðum að nýta færin okkar
Sigurður Höskuldsson, þjálfari Leiknis R.
Sigurður Höskuldsson, þjálfari Leiknis R.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leiknir Reykjavík og KA mættust í dag í 14.umferð Pepsí Max-deildar karla. Ásgeir Sigurgeirsson skoraði eina mark leiksins.

„Hundfúll. Við byrjum leikinn ekki nægilega sterkt en eftir að þeir skora þá fannst mér við miklu betri aðilinn í leiknun. Við vorum sjálfum okkur verstir að klára ekki þessi færi í fyrri hálfleik og mér finnst eiginlega óskiljanlegt að við skyldum tapa þessum leik." voru fyrstu viðbrögð Sigurðar Höskuldssonar þjálfara Leiknis eftir tapið í dag.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 0 -  1 KA

Fyrri hálfleikurinn var fjörugur en síðari hálfleikurinn var rólegur og fátt um mikil gæði og talar Sigurður um erfiðar aðstæður í dag.

„Erfiðar aðstæður nátturulega aðeins en mér fannst við hættulegir mest allan seinni hálfleikinn og við eigum að fá víti þarna líka og mér fannst við töluvert betri aðilinn þrátt fyrir erfiðar aðstæður í dag."

Sólon Breki Leifsson kom inn í síðari hálfleik og féll í teignum á 77. mínútu leiksins en Erlendur Eiríksson dómari leiksins dæmdi ekkert.

„Mér fannst þetta víti en það skiptir engu máli, við verðum að nýta færin okkar."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni. Við biðjumst velvirðingar á vindhljóðum sem má finna í því. Ekki gott veður í Breiðholtinu í kvöld.
Athugasemdir
banner