Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
banner
   sun 25. júlí 2021 19:39
Anton Freyr Jónsson
Siggi Höskulds: Verðum að nýta færin okkar
Sigurður Höskuldsson, þjálfari Leiknis R.
Sigurður Höskuldsson, þjálfari Leiknis R.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leiknir Reykjavík og KA mættust í dag í 14.umferð Pepsí Max-deildar karla. Ásgeir Sigurgeirsson skoraði eina mark leiksins.

„Hundfúll. Við byrjum leikinn ekki nægilega sterkt en eftir að þeir skora þá fannst mér við miklu betri aðilinn í leiknun. Við vorum sjálfum okkur verstir að klára ekki þessi færi í fyrri hálfleik og mér finnst eiginlega óskiljanlegt að við skyldum tapa þessum leik." voru fyrstu viðbrögð Sigurðar Höskuldssonar þjálfara Leiknis eftir tapið í dag.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 0 -  1 KA

Fyrri hálfleikurinn var fjörugur en síðari hálfleikurinn var rólegur og fátt um mikil gæði og talar Sigurður um erfiðar aðstæður í dag.

„Erfiðar aðstæður nátturulega aðeins en mér fannst við hættulegir mest allan seinni hálfleikinn og við eigum að fá víti þarna líka og mér fannst við töluvert betri aðilinn þrátt fyrir erfiðar aðstæður í dag."

Sólon Breki Leifsson kom inn í síðari hálfleik og féll í teignum á 77. mínútu leiksins en Erlendur Eiríksson dómari leiksins dæmdi ekkert.

„Mér fannst þetta víti en það skiptir engu máli, við verðum að nýta færin okkar."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni. Við biðjumst velvirðingar á vindhljóðum sem má finna í því. Ekki gott veður í Breiðholtinu í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner