Mainoo eftirsóttur - Forest ætlar að hækka verðmiðann á Anderson - Salah á förum?
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
   sun 25. júlí 2021 19:39
Anton Freyr Jónsson
Siggi Höskulds: Verðum að nýta færin okkar
Sigurður Höskuldsson, þjálfari Leiknis R.
Sigurður Höskuldsson, þjálfari Leiknis R.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leiknir Reykjavík og KA mættust í dag í 14.umferð Pepsí Max-deildar karla. Ásgeir Sigurgeirsson skoraði eina mark leiksins.

„Hundfúll. Við byrjum leikinn ekki nægilega sterkt en eftir að þeir skora þá fannst mér við miklu betri aðilinn í leiknun. Við vorum sjálfum okkur verstir að klára ekki þessi færi í fyrri hálfleik og mér finnst eiginlega óskiljanlegt að við skyldum tapa þessum leik." voru fyrstu viðbrögð Sigurðar Höskuldssonar þjálfara Leiknis eftir tapið í dag.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 0 -  1 KA

Fyrri hálfleikurinn var fjörugur en síðari hálfleikurinn var rólegur og fátt um mikil gæði og talar Sigurður um erfiðar aðstæður í dag.

„Erfiðar aðstæður nátturulega aðeins en mér fannst við hættulegir mest allan seinni hálfleikinn og við eigum að fá víti þarna líka og mér fannst við töluvert betri aðilinn þrátt fyrir erfiðar aðstæður í dag."

Sólon Breki Leifsson kom inn í síðari hálfleik og féll í teignum á 77. mínútu leiksins en Erlendur Eiríksson dómari leiksins dæmdi ekkert.

„Mér fannst þetta víti en það skiptir engu máli, við verðum að nýta færin okkar."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni. Við biðjumst velvirðingar á vindhljóðum sem má finna í því. Ekki gott veður í Breiðholtinu í kvöld.
Athugasemdir