Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
„Markmiðið er að komast í umspil og fara upp“
Bestur í Mjólkurbikarnum: Töfrar gegn einu besta liði landsins
Haraldur Einar: Hefði ekkert verið hrikalegt að vera áfram í FH
Gaman að vera hluti af sérstökum díl í íslenskri knattspyrnu
Súrsæt tilfinning eftir sigur - „Getum betur og eigum að gera betur“
Varð aldrei stressaður - „Leikurinn gat farið hvernig sem er“
Hetja Garðbæinga: Þetta var helvíti laust en inn fór hann
Rúnar Páll kaldhæðinn: Ég fæ alltaf spjald - Elska þessa nýju línu
Rúnar: Viktor er markaskorari af guðs náð
Arnar: Erum búnir að misstíga okkur í tvígang og gerum það aftur hér
Gregg Ryder svekktur: Guy þarf að vera ofarlega á vellinum
Dóri skýtur á fyrrum lærisvein: Fannst Wöhlerinn dýfa sér
Leið eins og í Keanu Reeves mynd - „Serbinn þarf bara aðeins að róa sig“
Axel urðaði yfir Patrik - „Bara ástríða"
Damir: Ekki sama þegar einhver er að meiða liðsfélaga minn viljandi
Aron Elís um vítaspyrnudóminn: Hann rænir upplögðu marktækifæri og það er bara rautt spjald
Haddi: Við eigum mögulega að fá 2-3 víti
Arnar Gunnlaugs: Hann hefði örugglega getað dæmt fleiri víti
„Þetta er eiginlega nýtt sport sem maður þarf að venjast“
Brjálaður út í dómgæsluna - „Algjörlega úr takt við leikinn“
   sun 25. ágúst 2019 18:46
Ester Ósk Árnadóttir
Rúnar Kristins: Tvö lið á vellinum sem vildu ekki tapa
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er ágætis stig, gott að taka með sér eitt stig héðan. Við héldum hreinu og vorum þéttir varnarlega. Við vorum ósáttir við tempóið í okkar spili. Það var svolítið hægt og við náðum okkur aldrei almennilega á strik." sagði Rúnar Kristins eftir 0-0 jafntefli við KA á Greifavellinum í dag.

Lestu um leikinn: KA 0 -  0 KR

Taktík KA manna kom KR á óvart í upphafi leiks.

„Við áttum ekki von á að byrjunin á leiknum yrði eins og hún var. KA menn gáfu okkur boltann og við stjórnuðum leiknum fyrstu tuttugu mínúturnar. Mér fannst eins og mínir menn héldu þá að þetta yrði eitthvað voða auðvelt. Sköpum ekki eitt færi þótt við stjórnum fyrri hálfleiknum frá a-ö. KA menn voru svo töluvert sterkari í síðari hálfleik."

KR átti eitt skot á mark í leiknum á meðan KA náði engu skoti á mark.

„Það segir dálítið til um stöðubaráttuna í leiknum. Það voru tvö lið á vellinum sem vildu ekki tapa. Við vildum ekki taka alltof mikla sénsa með þessa framlínu sem KA menn eru með, þeir eru mjög hættulegir. Við erum mjög ánægðir að hafa haldið hreinu og ég held að Óli Stefán sé sömuleiðis ánægður að hafa haldið hreinu með KA og úr varð hálf leiðinlegur leikur. Eitt stig á hvort lið og það hjálpar báðum."

KR fer í 40 stig á toppnum og KA fer í 21 stig í 9. sæti.

„Við erum sáttir við stigið. Það er erfitt að koma hér og spila. Við unnum 1-0 í fyrra eftir mikinn baráttuleik og nú er þetta 0-0 baráttuleikur og við höldum hreinu annað árið í röð. Auðvitað vildum við samt taka þrjú stigin."

Það eru fjórir leikir eftir af mótinu og KR er með pálmann í höndunum.

„Mér líst bara mjög vel á framhaldið. Við erum bara ánægðir á meðan Íslandsmótið er í gangi. Það eru ennþá fjórir leikir eftir og 12 stig í pottinum. Við þurfum að halda áfram að taka stig og gera þetta sjálfir. Fyrst og fremst að treysta á okkur."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner