Mainoo opinn fyrir Napoli - Tekur Gerrard við Boro? - Forest vill 120 milljónir punda - Kröfur Vinicius gætu ýtt honum í burtu
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verður auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
   sun 25. ágúst 2019 18:46
Ester Ósk Árnadóttir
Rúnar Kristins: Tvö lið á vellinum sem vildu ekki tapa
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er ágætis stig, gott að taka með sér eitt stig héðan. Við héldum hreinu og vorum þéttir varnarlega. Við vorum ósáttir við tempóið í okkar spili. Það var svolítið hægt og við náðum okkur aldrei almennilega á strik." sagði Rúnar Kristins eftir 0-0 jafntefli við KA á Greifavellinum í dag.

Lestu um leikinn: KA 0 -  0 KR

Taktík KA manna kom KR á óvart í upphafi leiks.

„Við áttum ekki von á að byrjunin á leiknum yrði eins og hún var. KA menn gáfu okkur boltann og við stjórnuðum leiknum fyrstu tuttugu mínúturnar. Mér fannst eins og mínir menn héldu þá að þetta yrði eitthvað voða auðvelt. Sköpum ekki eitt færi þótt við stjórnum fyrri hálfleiknum frá a-ö. KA menn voru svo töluvert sterkari í síðari hálfleik."

KR átti eitt skot á mark í leiknum á meðan KA náði engu skoti á mark.

„Það segir dálítið til um stöðubaráttuna í leiknum. Það voru tvö lið á vellinum sem vildu ekki tapa. Við vildum ekki taka alltof mikla sénsa með þessa framlínu sem KA menn eru með, þeir eru mjög hættulegir. Við erum mjög ánægðir að hafa haldið hreinu og ég held að Óli Stefán sé sömuleiðis ánægður að hafa haldið hreinu með KA og úr varð hálf leiðinlegur leikur. Eitt stig á hvort lið og það hjálpar báðum."

KR fer í 40 stig á toppnum og KA fer í 21 stig í 9. sæti.

„Við erum sáttir við stigið. Það er erfitt að koma hér og spila. Við unnum 1-0 í fyrra eftir mikinn baráttuleik og nú er þetta 0-0 baráttuleikur og við höldum hreinu annað árið í röð. Auðvitað vildum við samt taka þrjú stigin."

Það eru fjórir leikir eftir af mótinu og KR er með pálmann í höndunum.

„Mér líst bara mjög vel á framhaldið. Við erum bara ánægðir á meðan Íslandsmótið er í gangi. Það eru ennþá fjórir leikir eftir og 12 stig í pottinum. Við þurfum að halda áfram að taka stig og gera þetta sjálfir. Fyrst og fremst að treysta á okkur."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner