Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
   sun 25. ágúst 2019 18:46
Ester Ósk Árnadóttir
Rúnar Kristins: Tvö lið á vellinum sem vildu ekki tapa
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er ágætis stig, gott að taka með sér eitt stig héðan. Við héldum hreinu og vorum þéttir varnarlega. Við vorum ósáttir við tempóið í okkar spili. Það var svolítið hægt og við náðum okkur aldrei almennilega á strik." sagði Rúnar Kristins eftir 0-0 jafntefli við KA á Greifavellinum í dag.

Lestu um leikinn: KA 0 -  0 KR

Taktík KA manna kom KR á óvart í upphafi leiks.

„Við áttum ekki von á að byrjunin á leiknum yrði eins og hún var. KA menn gáfu okkur boltann og við stjórnuðum leiknum fyrstu tuttugu mínúturnar. Mér fannst eins og mínir menn héldu þá að þetta yrði eitthvað voða auðvelt. Sköpum ekki eitt færi þótt við stjórnum fyrri hálfleiknum frá a-ö. KA menn voru svo töluvert sterkari í síðari hálfleik."

KR átti eitt skot á mark í leiknum á meðan KA náði engu skoti á mark.

„Það segir dálítið til um stöðubaráttuna í leiknum. Það voru tvö lið á vellinum sem vildu ekki tapa. Við vildum ekki taka alltof mikla sénsa með þessa framlínu sem KA menn eru með, þeir eru mjög hættulegir. Við erum mjög ánægðir að hafa haldið hreinu og ég held að Óli Stefán sé sömuleiðis ánægður að hafa haldið hreinu með KA og úr varð hálf leiðinlegur leikur. Eitt stig á hvort lið og það hjálpar báðum."

KR fer í 40 stig á toppnum og KA fer í 21 stig í 9. sæti.

„Við erum sáttir við stigið. Það er erfitt að koma hér og spila. Við unnum 1-0 í fyrra eftir mikinn baráttuleik og nú er þetta 0-0 baráttuleikur og við höldum hreinu annað árið í röð. Auðvitað vildum við samt taka þrjú stigin."

Það eru fjórir leikir eftir af mótinu og KR er með pálmann í höndunum.

„Mér líst bara mjög vel á framhaldið. Við erum bara ánægðir á meðan Íslandsmótið er í gangi. Það eru ennþá fjórir leikir eftir og 12 stig í pottinum. Við þurfum að halda áfram að taka stig og gera þetta sjálfir. Fyrst og fremst að treysta á okkur."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner