Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mið 25. ágúst 2021 11:30
Elvar Geir Magnússon
Lið 18. umferðar - Júlí leikmaður umferðarinnar
Lengjudeildin
Júlí Karlsson, leikmaður Gróttu.
Júlí Karlsson, leikmaður Gróttu.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Gary Martin er í úrvalsliði Lengjudeildarinnar í fjórða sinn á tímabilinu.
Gary Martin er í úrvalsliði Lengjudeildarinnar í fjórða sinn á tímabilinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Loic Ondo.
Loic Ondo.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Júlí Karlsson, varnarmaður Gróttu, er leikmaður 18. umferðar Lengjudeildarinnar en Grótta vann 2-1 sigur gegn Grindavík í gær þar sem Sigurvin Reynisson skoraði sigurmarkið í uppbótartíma.

„Það fór ekkert framhjá Júlí í kvöld. Frábær varnarleikur hægri vinstri enn og aftur og verðskuldað besti leikmaðurinn," skrifaði Hafþór Bjarki Guðmundsson fréttaritari Fótbolta.net í skýrslu sinni um leikinn.

Grótta er í fimmta sæti eftir umferðina en Grindvíkingar, sem hafa fengið mörg mörk á sig í lok leikja í sumar, sitja í sjöunda sæti.



Framarar tryggðu sér sæti í efstu deild í síðustu viku og mættu ryðgaðir til leiks gegn Þrótti þar sem 2-2 jafntefli var niðurstaðan. Franko Lalic markvörður Þróttar var maður leiksins og þá heldur hinn ungi Róbert Hauksson áfram að vekja á sér athygli en hann skoraði fyrra mark Þróttara.

Stigið gerir þó ekki mikið fyrir Þróttara því Selfoss vann 3-0 sigur gegn Aftureldingu. Gary Martin skoraði tvö mörk og er í fjórða sinn í úrvalsliði umferðarinnar. Ingvi Rafn Óskarsson átti virkilega góðan leik og Valdimar Jóhannsson einnig. Þá er Dean Martin, þjálfari Selfyssinga, er þjálfari umferðarinnar en hans menn eru komnir langt með að halda sæti sínu.

Það var mikið um dýrðir í Breiðholti þegar Kórdrengir unnu 2-0 sigur gegn Þór Akureyri. Loic Ondo og Endrit Ibishi voru öflugir í varnarlínu heimamanna og Axel Freyr Harðarson var valinn maður leiksins og Kórdrengir eru áfram með í baráttunni um að komast upp.

Pétur Bjarnason skoraði tvö mörk í 3-2 sigri Vestra gegn Víkingi Ólafsvík en leik Fjölnis og ÍBV var frestað þar sem Eyjamenn eru í sóttkví. Sá leikur fer fram 7. september.

Sjá einnig:
Úrvalslið 16. umferðar
Úrvalslið 15. umferðar
Úrvalslið 14. umferðar
Úrvalslið 13. umferðar
Úrvalslið 12. umferðar
Úrvalslið 11. umferðar
Úrvalslið 10. umferðar
Úrvalslið 9. umferðar
Úrvalslið 8. umferðar
Úrvalslið 7. umferðar
Úrvalslið 6. umferðar
Úrvalslið 5. umferðar
Úrvalslið 4. umferðar
Úrvalslið 3. umferðar
Úrvalslið 2. umferðar
Úrvalslið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner