Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 11. ágúst 2021 15:00
Elvar Geir Magnússon
Lið 13. umferðar - Sito leikmaður umferðarinnar
Lengjudeildin
Sito er leikmaður umferðarinnar.
Sito er leikmaður umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Þór Ásbjörnsson.
Davíð Þór Ásbjörnsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fred skoraði tvö mörk.
Fred skoraði tvö mörk.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tveimur leikjum úr 13. umferð Lengjudeildarinnar var frestað og þeir loks spilaðir í gær. Umferðinni er því lokið og hægt að opinbera úrvalslið umferðarinnar.

Leikmaður umferðarinnar er Sito hjá ÍBV en Eyjamenn unnu 4-1 sigur gegn Grindavík þann 23. júlí.

„Spænski sóknarmaðurinn er verulega heitur og það var alltaf hætta í kringum hann í dag. Skoraði eitt og lagði upp eitt," skrifaði Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson í skýrslu sinni.

Guðjón Pétur Lýðsson er einnig í úrvalsliðinu og Helgi Sigurðsson er þjálfari umferðarinnar.



Sama júlíkvöld vann Þór 4-2 sigur á Gróttu þar sem Ásgeir Marinó Baldvinsson skoraði tvö mörk og Fannar Daði Malmquist eitt.

Fjölnir vann 3-1 sigur á Þrótti þar sem Michael Bakare var maður leiksins og Vestri tapaði 1-2 fyrir Selfossi. Gary Martin skoraði fyrra mark Selfyssinga og er í úrvalsliðinu eins og markvörðurinn Stefán Þór Ágústsson.

Umferðinni lauk loks í gær þegar Fram vann 3-0 útisigur gegn botnliði Víkings í Ólafsvík og Kórdrengir halda áfram í harðri baráttu um annað sætið með 2-1 sigri gegn Aftureldingu.

Hákon Ingi Einarsson var valinn maður leiksins hjá Kórdrengjum og þá er Davíð Þór Ásbjörnsson enn og aftur í úrvalsliðinu. Fred Saraiva skoraði tvö fyrir Fram í Ólafsvík og Hlynur Atli Magnússon skoraði hitt. Báðir eru þeir í liði umferðarinnar.

Sjá einnig:
Úrvalslið 15. umferðar
Úrvalslið 14. umferðar
Úrvalslið 13. umferðar
Úrvalslið 12. umferðar
Úrvalslið 11. umferðar
Úrvalslið 10. umferðar
Úrvalslið 9. umferðar
Úrvalslið 8. umferðar
Úrvalslið 7. umferðar
Úrvalslið 6. umferðar
Úrvalslið 5. umferðar
Úrvalslið 4. umferðar
Úrvalslið 3. umferðar
Úrvalslið 2. umferðar
Úrvalslið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner