Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 25. september 2020 14:22
Elvar Geir Magnússon
Evans leikfær - Staðfest að Ndidi verður frá í tólf vikur
Jonny Evans.
Jonny Evans.
Mynd: Getty Images
Brendan Rodgers, stjóri Leicester, hefur staðfest að varnarmaðurinn Jonny Evans sé orðinn leikfær eftir nárameiðsli.

„Hann hefur átt góðar síðustu tvær vikur. Ef Jonny Evans er 80% klár þá vil ég hafa hann í mínu liði, því hann er gæðaleikmaður," segir Rodgers.

Leicester heimsækir Manchester City á sunnudaginn í ensku úrvalsdeildinni. Demarai Gray missir af leiknum vegna veikinda.

Ricardo Pereira er enn á meiðslalistanum og það eru 3-5 vikur í að hann verði klár.

Á fréttamannafundinum í dag staðfesti Rodgers að Wilfred Ndidi yrði frá í um tólf vikur en hann þarf í aðgerð vegna nárameiðsla.

„Hann er lykilmaður hjá okkur en ég er viss um að hann komi sterkur til baka. Það er klárt að hans verður saknað," segir Rodgers.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner