Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
   fös 25. september 2020 14:22
Elvar Geir Magnússon
Evans leikfær - Staðfest að Ndidi verður frá í tólf vikur
Brendan Rodgers, stjóri Leicester, hefur staðfest að varnarmaðurinn Jonny Evans sé orðinn leikfær eftir nárameiðsli.

„Hann hefur átt góðar síðustu tvær vikur. Ef Jonny Evans er 80% klár þá vil ég hafa hann í mínu liði, því hann er gæðaleikmaður," segir Rodgers.

Leicester heimsækir Manchester City á sunnudaginn í ensku úrvalsdeildinni. Demarai Gray missir af leiknum vegna veikinda.

Ricardo Pereira er enn á meiðslalistanum og það eru 3-5 vikur í að hann verði klár.

Á fréttamannafundinum í dag staðfesti Rodgers að Wilfred Ndidi yrði frá í um tólf vikur en hann þarf í aðgerð vegna nárameiðsla.

„Hann er lykilmaður hjá okkur en ég er viss um að hann komi sterkur til baka. Það er klárt að hans verður saknað," segir Rodgers.
Athugasemdir
banner