Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 25. september 2021 20:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Það verður allavega einhver þjálfari hjá FH á næsta tímabili"
Davíð Þór Viðarsson.
Davíð Þór Viðarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er ekki enn komið í ljós hver mun þjálfa FH þegar næsta tímabil gengur í garð.

FH gerði jafntefli við KA, 2-2, í lokaumferð Pepsi Max-deildarinnar í dag. Endaði liðið í sjötta sæti deildarinnar.

Ólafur Jóhannesson tók við sem þjálfari FH af Loga Ólafssyni fyrr í sumar. Það er óvíst hvort Ólafur verði áfram, hann hefur lítið viljað tjá sig um það.

Davíð Þór Viðarsson, aðstoðarþjálfari FH, var spurður að því í viðtali eftir jafntefli gegn KA hvort að það væri eitthvað að frétta í þjálfaramálunum.

„Þetta á eftir að koma í ljós. Það var ákveðið að klára þetta tímabil og svo setjumst við niður í góðu tómi og förum yfir málin. Það verður allavega einhver þjálfari hjá FH á næsta tímabili," sagði Davíð.

Hægt er að sjá allt viðtalið hér að neðan.
Davíð Þór: Hefði viljað eyðileggja partýið almennilega
Athugasemdir
banner
banner
banner