Hollenska fótboltasambandið hefur tilkynnt að leikur Ajax og Feyenoord verði kláraður án áhorfenda á miðvikudaginn.
Feyenoord var 3-0 yfir eftir 56 mínútna leik á Johan Cruyff leikvangnum í Amsterdam þegar leikurinn var stöðvaður þar sem áhorfendur köstuðu blysum og flugeldum inn á völlinn.
Feyenoord var 3-0 yfir eftir 56 mínútna leik á Johan Cruyff leikvangnum í Amsterdam þegar leikurinn var stöðvaður þar sem áhorfendur köstuðu blysum og flugeldum inn á völlinn.
Leikurinn mun hefjast að nýju klukkan 14:00 að staðartíma á miðvikudag, 12 að íslenskum tíma. Kristian Nökkvi Hlynsson var meðal varamanna hjá Ajax en var ekki kominn inná þegar leik var hætt.
Stuðningsmenn Ajax eru óánægðir með byrjunina á nýju tímabili, liðið er í fjórtánda sæti og hefur aðeins unnið einn leik af fjórum. Allt sauð upp úr þegar liðið var að fá þennan skell gegn Feyenoord.
Skemmdarverk voru unnin við leikvanginn og óeirðalögreglan hafði í nægu að snúast í að reyna að hemja æstan múginn.
Athugasemdir