Hélt liðinu uppi eftir að hafa verið spáð falli
    
                                                                
                Hamar tilkynnti í dag að Yngvi Borgþórsson hefði framlengt samning sinn við félagið og verður hann áfram þjálfari liðsins á næsta ári.
„Við erum mjög ánægð með störf Yngva hingað til og eigum ekki von á öðru en að framtíðin verði björt undir hans stjórn," segir í færslu Hamars.
                
                                    „Við erum mjög ánægð með störf Yngva hingað til og eigum ekki von á öðru en að framtíðin verði björt undir hans stjórn," segir í færslu Hamars.
Yngvi er fyrrum leikmaður ÍBV en hann hefur þjálfað Tindastól, Einherja og Skallagrím.
Hamar lék í 4. deildinni í sumar og endaði í 7. sæti, sextán stigum fyrir ofan fallsæti. Liðið skoraði 43 mörk í átján leikjum og fékk á sig 46. Fyrir tímabilið var liðinu spáð falli, neðsta sæti í spá þjálfara.
Guido Rancez var markahæstur í liðinu með tólf mörk og Máni Snær Benediktsson kom næstur á eftir honum með ellefu mörk skoruð.
Athugasemdir
                                                                
                                                        
 
        
 
         
     
                    
        
         
                 
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                            
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                        
                        
        
        
