Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   sun 25. október 2020 12:45
Ívan Guðjón Baldursson
Enginn hefur spilað fleiri El Clasico heldur en Ramos
Mynd: Getty Images
Spænski varnarjaxlinn Sergio Ramos jafnaði eitt met og bætti annað þegar hann tók þátt í 1-3 sigri Real Madrid gegn Barcelona í spænska boltanum í gær.

Ramos gekk í raðir Real Madrid fyrir 16 árum og hefur ekki misst af einum einasta El Clasico leik í La Liga síðan.

Í gær jafnaði hann leikjamet Raúl og Gento í El Clasico í spænsku deildinni og bætti leikjametið í El Clasico í öllum keppnum. Þetta var í 45. sinn sem Ramos tók þátt í El Clasico.

Ramos var gríðarlega mikilvægur í leiknum þar sem hann fiskaði vítaspyrnu og skoraði sjálfur úr henni á 63. mínútu, í stöðunni 1-1.

Ramos er 34 ára gamall. Hann er fyrirliði Real Madrid og hefur unnið ógrynni titla með félaginu. Hann er vafalítið einn af bestu varnarmönnum knattspyrnusögunnar.

Til gamans má geta að sigurinn gegn Barca var 250. sigur Karim Benzema hjá Real Madrid.
Athugasemdir
banner
banner
banner