Tveimur fyrstu leikjum dagsins er lokið í spænska boltanum þar sem nýliðar Cadiz náðu í stig gegn Villarreal.
Cadiz hefur farið gríðarlega vel af stað í efstu deild og er óvænt komið með ellefu stig eftir sjö umferðir. Liðið gerði markalaust jafntefli við Villarreal í dag og er það aðeins annað stigið sem Cadiz fær eftir fjóra heimaleiki.
Liðið er þó búið að vinna alla leiki sína á útivelli, síðasti sigur kom gegn Real Madrid á Santiago Bernabeu og þar áður hafði liðið betur gegn Athletic Bilbao þrátt fyrir að vera tveimur mönnum færri.
Alvaro Negredo kom knettinum í netið eftir aukaspyrnu snemma leiks í dag en markið ekki dæmt gilt vegna rangstöðu. Annars var leikurinn afar bragðdaufur þar sem heimamenn áttu ekki eina einustu marktilraun sem hæfði rammann. Gestirnir hæfðu rammann í tvígang.
Villarreal er í öðru sæti, með tólf stig eftir sjö umferðir, einu stigi meira en Cadiz.
Cadiz 0 - 0 Villarreal
Alaves vann þá sinn annan leik á deildartímabilinu er liðið heimsótti Real Valladolid.
Nacho, hægri bakvörður Valladolid, fékk beint rautt spjald þegar hann braut af sér sem aftasti varnarmaður. Hann ýtti í bakið á sóknarmanni Valladolid og vítaspyrna dæmd. Lucas Perez, fyrrum leikmaður Arsenal, steig á vítapunktinn en skaut í slánna.
Perez kom knettinum svo í netið stundarfjórðungi síðar en markið ekki dæmt gilt vegna rangstöðu.
Tíu leikmenn Valladolid réðu ekki við Alaves sem skoruðu tvö mörk eftir leikhlé.
Valladolid er á botni deildarinnar með þrjú stig eftir sjö umferðir. Alaves er með sjö stig.
Real Valladolid 0 - 2 Alaves
0-0 Lucas Perez, misnotað víti ('22)
0-1 T. Pina ('55)
0-2 B. Sainz ('85)
Rautt spjald: Nacho, Valladolid ('21)
Stöðutaflan
Spánn
La Liga - karlar

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Real Madrid | 9 | 8 | 0 | 1 | 20 | 9 | +11 | 24 |
2 | Barcelona | 9 | 7 | 1 | 1 | 24 | 10 | +14 | 22 |
3 | Villarreal | 9 | 5 | 2 | 2 | 16 | 10 | +6 | 17 |
4 | Atletico Madrid | 9 | 4 | 4 | 1 | 16 | 10 | +6 | 16 |
5 | Betis | 9 | 4 | 4 | 1 | 15 | 10 | +5 | 16 |
6 | Espanyol | 9 | 4 | 3 | 2 | 13 | 11 | +2 | 15 |
7 | Elche | 9 | 3 | 5 | 1 | 11 | 9 | +2 | 14 |
8 | Athletic | 9 | 4 | 2 | 3 | 9 | 9 | 0 | 14 |
9 | Sevilla | 9 | 4 | 1 | 4 | 16 | 14 | +2 | 13 |
10 | Alaves | 9 | 3 | 3 | 3 | 9 | 8 | +1 | 12 |
11 | Vallecano | 9 | 3 | 2 | 4 | 11 | 10 | +1 | 11 |
12 | Getafe | 9 | 3 | 2 | 4 | 9 | 12 | -3 | 11 |
13 | Osasuna | 9 | 3 | 1 | 5 | 7 | 9 | -2 | 10 |
14 | Valencia | 9 | 2 | 3 | 4 | 10 | 14 | -4 | 9 |
15 | Levante | 9 | 2 | 2 | 5 | 13 | 17 | -4 | 8 |
16 | Mallorca | 9 | 2 | 2 | 5 | 10 | 14 | -4 | 8 |
17 | Celta | 9 | 0 | 7 | 2 | 8 | 11 | -3 | 7 |
18 | Real Sociedad | 9 | 1 | 3 | 5 | 8 | 13 | -5 | 6 |
19 | Girona | 9 | 1 | 3 | 5 | 6 | 19 | -13 | 6 |
20 | Oviedo | 9 | 2 | 0 | 7 | 4 | 16 | -12 | 6 |
Athugasemdir