Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 25. október 2021 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Átti að hindra Kane en endaði á því að skora með legghlífinni
Mynd: EPA
Michail Antonio skoraði sigurmark West Ham gegn Tottenham í gær. Leikurinn endaði með 1-0 sigri og kom markið frá Antonio eftir hornspyrnu frá Aaron Cresswell. Boltinn fór af legghlífinni á Antonio og þaðan í netið.

„Ef ég á að vera hreinskilinn þá átti ég ekki að vera á þessu svæði til þess að skora," sagði Antonio í viðtali eftir leikinn. „Ég átti að vera þarna til að hindra Harry Kane."

„Boltinn kom svo í áttina að mér og ég verandi framherjinn sem ég er setti ég fótinn út og þetta var niðurstaðan. Ég ætla ekki að ljúga, það kom mér á óvart að boltinn fór inn."


Einungis Mo Salah og Jamie Vardy hafa skorað meira en Antonio á leiktíðinni. Antonio hefur skorað sex mörk og lagt upp þrjú.


Athugasemdir
banner
banner
banner