Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mán 25. október 2021 16:30
Elvar Geir Magnússon
Maddison fór í vel heppnaða naflaskoðun
'Þeir sem efast um mig eru þeir sem drífa mig áfram'
'Þeir sem efast um mig eru þeir sem drífa mig áfram'
Mynd: Getty Images
James Maddison.
James Maddison.
Mynd: EPA
Eftir að hann var tekinn af velli í hálfleik gegn Brighton þann 19. september, eftir nokkra slaka leiki í röð, þá ákvað James Maddison að taka sér tíma og horfa á myndbönd af sínum bestu stöndum.

Þessi miðjumaður Leicester viðurkennir að hafa ekki verið í standi og að sjálfstraustið hafi verið lítið. Hann hafði ekki skorað mark síðan í febrúar og hafði ekki átt neina stoðsendingu á tímabilinu.

Maddison fór í naflaskoðun og skoðaði hvað hann gæti gert til að fara aftur að sýna sínar bestu hliðar.

Það hefur skilað sér í fínni viku fyrir enska landsliðsmanninn. Hann var frábær í 4-2 sigri gegn Manchester United, átti stoðsendingu í 4-3 Evrópudeildarsigri gegn Spartak Moskvu og skoraði sigurmark gegn Brentford í gær.

„Ég hef sjálfur verið minn helsti gagnrýnandi og skoðað hvað ég gerði mögulega rangt. Maður þarf að hafa auðmýkt til að skoða sjálfan sig. Það var gott að skora gegn Brentford, þrátt fyrir að ég hafi ekki skorað auðveldara mark," sagði Maddison sem þurfti bara að koma boltanum inn af stuttu færi.

„Þeir sem efast um mig eru þeir sem drífa mig áfram," sagði Maddison um fagnið sitt eftir að hann skoraði gegn Brentford. Hann 'sussaði' í átt að stúkunni.

Maddison hefur ekki staðið undir væntingum og var ekki valinn í enska landsliðshópinn fyrir EM alls staðar síðasta sumar. Þessi 24 ára leikmaður var skyndilega kominn á bekkinn hjá Leicester.

Maddison fór þá að æfa aukalega, skoðaði eigin spilamennsku og eyddi meiri tíma með greinendum Leicester til að finna út hvernig hann gæti komist aftur á skrið.

„Hann er að finna sig aftur," sagði Brendan Rodgers, stjóri Leicester, eftir sigurinn gegn Brentford. „Hann hefur lagt svo mikið á sig eftir að hann missti sæti sitt. Hann á allt hrós skilið, hann hefur verið hreinskilinn og er að uppskera árangur."
Athugasemdir
banner
banner