Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   mán 25. október 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mourinho refsaði fimm leikmönnum
Roma gerði markalaust jafntefli gegn Napoli í ítölsku úrvalsdeildinni í gær, sunnudag.

Jose Mourinho, stjóri Roma, ákvað að refsa fimm leikmönnum sínum eftir tapið stóra gegn norsku meisturunum í Bodö/Glimt í Sambandsdeildinni síðasta fimmtudag. Roma tapaði leiknum með ótrúlegum hætti, 6-1.

Mourinho gagnrýndi leikmenn sína eftir leikinn og sagðist vera með gott byrjunarlið en ekki góðan hóp. Hann róteraði liði sínu í Noregi, en gerði það ekki í gær.

Hann ákvað að senda fimm leikmenn sem byrjuðu í Noregi upp í stúku. Marash Kumbulla, Amadou Diawara, Riccardo Calafiori, Gonzalo Villar og Borja Mayoral voru allir utan hóps gegn Napoli.

„Þetta er skilaboð til búningsklefans. Þessi leikur verður alltaf í minni sögu og það verður erfitt fyrir mig að fyrirgefa," sagði Mourinho eftir leikinn gegn Napoli.
Athugasemdir
banner
banner