Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 25. október 2021 21:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Leikur sem lýsir tímabili Getafe vel
Aspas skoraði annað mark Celta.
Aspas skoraði annað mark Celta.
Mynd: Getty Images
Getafe 0 - 3 Celta
0-1 Santi Mina ('55 )
0-2 Iago Aspas ('58 )
0-3 Santi Mina ('73 )
Rautt spjald: Djene, Getafe ('63), Chema, Getafe ('90)

Það gengur hvorki né rekur hjá Getafe í spænsku úrvalsdeildinni, La Liga, um þessar mundir.

Getafe situr á botninum og verður þar áfram fram eftir þessari viku allavega.

Getafe fékk Celta Vigo í heimsókn í kvöld. Það hefur ekki heldur gengið rosalega vel hjá Celta í upphafi þessa tímabils og var staðan markalaus í hálfleik.

Í seinni hálfleik valtaði Celta hins vegar yfir Getafe. Santi Mina skoraði eftir tíu mínútur og bætti Iago Aspas, fyrrum leikmaður Liverpool, við öðru marki stuttu síðar.

Svo fékk Djene, leikmaður Getafe, að líta rauða spjaldið. Það gekk eiginlega frá leiknum. Mina skoraði þriðja markið á 73. mínútu og í uppbótartíma missti Getafe annan mann af velli með rautt spjald. Í það skiptið var það Chema sem fauk út af.

Skelfilegur seinni hálfleikur fyrir Getafe. Hann lýsir í raun hvernig tímabilið hefur verið hjá þeim: Algjör hörmung. Getafe er á botninum með aðeins tvö stig eftir níu leiki. Celta er núna í 14. sæti með tíu stig.
Athugasemdir
banner
banner