Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   mán 25. nóvember 2019 11:06
Magnús Már Einarsson
Kane heimsótti Pochettino eftir brottreksturinn
Harry Kane, framherji Tottenham, segist hafa farið í heimsókn til Mauricio Pochettino í síðustu viku eftir að Argentínumaðurinn var rekinn frá félaginu.

„Ég fór heim til hans daginn eftir. Þetta var mikið áfall fyrir alla svo ég vildi fara og hitta hann. Við töluðum saman í tvo tíma og það var gott að gea það áður en nýr stjóri tók við," sagði Kane.

„Ég hef aldrei lent í svona viku á ferli mínum. Þetta var mikið áfall fyrir alla á þriðjudaginn, þar á meðal leikmenn."

„Þetta var fljótt að breytast og allt í einu fengum við nýjan stjóra, einn þann besta í leiknum. Þá snýrðu þér sjálfkrafa að því."


Jose Mourinho tók við Tottenham daginn eftir brottrekstur Pochettino en liðið lagði West Ham 3-2 um helgina.
Athugasemdir