Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 25. nóvember 2021 14:19
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arteta vill fá Wenger aftur til Arsenal
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, sagði í dag að hann vildi fá Arsene Wenger, fyrrum stjóra félagsins, aftur til félagsins.

Wenger, sem er 72 ára, stýrði Arsenal til þriggja Englandsmeistaratitla og vann FA bikarinn sjö sinnum á 22 árum sem stjóri félagsins.

Arteta lék í fimm ár undir stjórn Wenger sem leikmaður. „Ég væri hæstánægður ef hann væri nær félagin," sagði Arteta.

„Ég held að hann hefði mjög gaman af því að sjá andrúmsloftið sem hann getur búið til í kringum sig, því hann nýtur mikillar virðingar og menn líta upp til hans. Hann er elskaður hér fyrir það sem hann gerði hjá félaginu og fyrir það sem hann stendur fyrir sem einstaklingur."

Arteta segir að félagið hafi þegar sett sig í samband við Wenger. „Ég talaði við hann þegar við fórum að horfa á myndina um hann og það var mjög gott að hitta hann og tala við hann, vonandi getum við komið honum nálægt félaginu."

Arteta gat ekki sagt hvaða hlutverki Wenger myndi gegna. „Það sem ég get sagt er að ég vil hafa hann mun nær félaginu. Hann gæti hjálpað mér mikið og hann gæti hjálpað félaginu. Hlutir taka tíma en ég held ég geti talað fyrir alla hjá félaginu að það yrði mikil ánægja með að fá hann aftur," sagði Arteta.

Wenger vinnur í dag sem yfirmaður knattspyrnuþróunar hjá FIFA.
Athugasemdir
banner
banner