Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
   lau 25. nóvember 2023 23:47
Brynjar Ingi Erluson
Union kynnir nýjan þjálfara á morgun - Raúl líklegastur til að taka við
Er Raúl að taka við Union?
Er Raúl að taka við Union?
Mynd: Getty Images
Þýska félagið Union Berlín mun á morgun tilkynna ráðningu á nýjum þjálfara en búist er við því að Raúl sé að taka við keflinu.

Urs Fischer var rekinn frá Union á dögunum eftir að hafa stýrt liðinu í rúm fimm ár.

Hann hafði komið liðinu á góðan stað og þá ber helst að nefna árangurinn á síðasta tímabili er liðið lenti í 4. sæti deildarinnar og tryggði sér sæti í Meistaradeild Evrópu.

Union er nú í leit að nýjum þjálfara og samkvæmt heimildum Kicker er Raúl lang líklegastur til að taka við.

Raúl var magnaður leikmaður sem spilaði lengst af með Real Madrid, en hann lék einnig með Schalke, Al-Sadd og New York Cosmos. Hann starfar í dag sem þjálfari varaliðs Real Madrid og hefur getið sér gott orð þar.

Union kynnir nýjan þjálfara á morgun og ætti því ekki að koma neinum á óvart ef Raúl mætir á þann blaðamannafund til svara spurningum þýskra fjölmiðla.
Athugasemdir
banner
banner