Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
banner
   fös 26. febrúar 2021 07:00
Aksentije Milisic
Bjarki aðstoðar Heiðar með Vestra
Mynd: Vestri
Bjarki Stefánsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari Vestra en þetta staðfesti félagið í gær.

Bjarki verðir því Heiðari Birni Torleifssyni til aðstoðar en Heiðar tók við liðinu af Bjarna Jóhannessyni eftir síðasta tímabil.

Stefnan hjá Vestra er sett mjög hátt næsta sumar og því verður áhugavert að sjá hvernig Bjarka og Heiðari muni vegna í Lengjudeildinni.

Vestri endaði í sjöunda sæti á síðustu leiktíð en mótið var blásið af þegar 20 umferðir voru búnar. Liðið var þá með 29 stig sem gerir 1,45 stig í leik að meðaltali.
Athugasemdir
banner
banner