Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 26. febrúar 2021 05:55
Aksentije Milisic
England um helgina - Stórleikur á Brúnni
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Fyrsti leikur helgarinnar í enska boltanum er mjög áhugaverður en þá mætast Manchester City og West Ham á Etihad vellinum.

City hefur verið óstöðvandi og er liðið með tíu stiga forystu á toppi deildarinnar. David Moyes hefur hins vegar verið að gera frábæra hluti með West Ham liðið og er liðið í fjórða sæti deildarinnar sem stendur.

Kvöldleikurinn á morgun er viðureign Newcastle og Wolves. Fjörið heldur síðan áfram á sunnudaginn en þá fara fram tveir leikir í hádeginu. Leicester mætir Arsenal og Crystal Palace mætir Fulham í Lundúnarslag.

Stórleikur helgarinnar verður viðureign Chelsea og Manchester United á Brúnni á sunnudaginn. Leikurinn hefst klukkan 16:30 og er mjög mikilvægur fyrir bæði lið. Alla leiki helgarinnar má sjá neðst í fréttinni.

ENGLAND: Laugardagur
12:30 Man City - West Ham
15:00 West Brom - Brighton
17:30 Leeds - Aston Villa
20:00 Newcastle - Wolves

ENGLAND: Sunnudagur:
12:00 Leicester - Arsenal
12:00 Crystal Palace - Fulham
14:00 Tottenham - Burnley
16:30 Chelsea - Man Utd
19:15 Sheffield Utd - Liverpool
Athugasemdir
banner