banner
   fim 26. mars 2020 10:00
Elvar Geir Magnússon
Segir að enska landsliðið hagnist á frestun EM
James Maddison, leikmaður Leicester.
James Maddison, leikmaður Leicester.
Mynd: Getty Images
Ian Ladyman, íþróttafréttamaður Daily Mail, segir að enska landsliðið hagnist á því að Evrópumótið færist aftur um eitt ár.

Hann segir að þessi frestun auki sigurlíkur enska liðsins þar sem margir spennandi leikmenn verða orðnir árinu eldri og reyndari.

Það hjálpi Englandi að undanúrslitin og úrslitaleikurinn verða á Wembley og sóknarmennirnir Harry Kane og Marcus Rashford hafa verið meiddir fá nú lengri tíma.

Ladyman segir að enski hópurinn sé talsvert yngri en hjá Spáni og Frakklandi sem dæmi.

„Hópurinn hjá Gareth Southgate er ungur. Elsti leikmaður hans er Jordan Henderson og hann er bara 29 ára. Þeir leikmenn sem ættu að eiga öruggt byrjunarliðssæti eru Henderson, Harry Maguire, Raheem Sterling og Harry Kane," segir Ladyman.

Það er hörð samkeppni um markvarðarstöðuna og Ladyman telur það hjálpa Southgate að fá ár aukalega til að taka ákvörðun um hana.

„Þá reikna ég með því að leikmenn eins og James Maddison, Harvey Barnes og Phil Foden bæti sig allir á því ári sem er framundan. Mason Greenwod er bara táningur en hann er markaskorari af náttúrunnar hendi og við eigum ekki bara þannig leikmenn."

„Tammy Abraham, Mason Mount og Dominic Calvert-Lewin munu væntanlega allir fá meiri samkeppni hjá sínum félagsliðum í sumar og þá er það þeirra að hrökkva eða stökkva!"

„Og hvað með Jack Grealish? Ég man ekki eftir leikmanni sem hefur spilað eins vel fyrir lið sem er í vandræðum. Það virðist allt stefna í að hann yfirgefi Aston Villa og fari í stærra félag."
Athugasemdir
banner
banner
banner