Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 26. mars 2023 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland í dag - Skyldusigur í Liechtenstein og U21 á Írlandi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Getty Images

Það er lítið sem ekkert um að vera í íslenska boltanum í dag þar sem Völsungur tekur á móti Magna í eina leik dagsins í Lengjubikarnum. Augu landsmanna verða á Liechtenstein, þar sem íslenska landsliðið heimsækir smáþjóðina sem telur tæplega 40 þúsund íbúa.


Þar er ekkert nema skyldusigur í boði fyrir Ísland sem er með Liechtenstein í riðli í undankeppni fyrir EM 2024. Ísland byrjaði undankeppnina á 3-0 tapi gegn Bosníu og þarf að girða sig í brók til að veita einhverja samkeppni um annað sæti riðilsins. Bosnía og Slóvakía munu berjast við Ísland um annað sætið á meðan búist er við að Portúgal sigri riðilinn.

Það er því vonast eftir langþráðum sigri hjá Íslandi í keppnisleik í dag, eitthvað sem hefur ekki gerst síðan Ísland vann Liechtenstein bæði á heima- og útivelli í undankeppninni fyrir HM í Katar.

Strákarnir í U21 landsliðinu mæta líka til leiks í dag. Þeir spila vináttuleik við Írland í Cork og verður leikurinn sýndur í beinni útsendingu hér. Frítt er að horfa á leikinn, en það verður að búa til aðgang á vefsíðu sjónvarpsstöðvar írska knattspyrnusambandsins.

Ísland og Írland hafa mæst fimm sinnum í þessum aldursflokki. Ísland hefur unnið fjóra af þeim leikjum og Írland einn. Síðasti leikur liðanna endaði með 2-1 sigri Íslands á Írlandi í nóvember 2020.

Landslið karla - Undankeppni EM
16:00 Liechtenstein-Ísland (Rheinpark)
18:45 Lúxemborg-Portúgal (Stade de Luxembourg)
18:45 Slóvakía-Bosnía (Národný futbalový Stadión)

Lengjubikar karla - B-deild, riðill 4
17:00 Völsungur-Magni (Boginn)

Vináttulandsleikur U21:
15:00 Írland U21 - Ísland U21 (Turner's Cross)


Athugasemdir
banner
banner