Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 26. apríl 2019 12:00
Arnar Daði Arnarsson
Spá þjálfara og fyrirliða í Inkasso-deildinni: 5. sæti
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í Inkasso-deildinni í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. Þróttur R. 133 stig
6. Fram 121 stig
7. Leiknir R. 120 stig
8. Haukar 108 stig
9. Grótta 104 stig
10. Njarðvík 78 stig
11. Afturelding 65 stig
12. Magni 27 stig

5. Þróttur R.
Lokastaða í fyrra: Þróttur endaði í 5. sæti Inkasso-deildarinnar í fyrra með 36 stig. Þróttur náði góðu flugi á miðju tímabili í fyrra en fjaraði undan því undir lok tímabils. Þróttur skoraði flest mörk allra í deildinni í fyrra, 52 mörk alls.

Þjálfarinn: Þórhallur Siggeirsson tók við liði Þróttar um miðjan febrúar mánuð eftir að Gunnlaugur Jónsson sagði upp störfum. Þórhallur var aðstoðarþjálfari Gunnlaugs í fyrra. Hann er næst yngsti þjálfari deildarinnar og er þetta hans fyrsta meistaraflokksstarf sem aðalþjálfari.

Styrkleikar: Þróttur er með kjarna af heimamönnum og leikmönnum sem hafa verið lengi í Laugardalnum. Auk þess hefur Þróttur verið að fá góðan liðsstyrk á lokametrunum fyrir mót eftir erfitt undirbúningstímabilið og það gæti gefið þeim auka kraft inn í sumarið.

Veikleikar: Aðeins fjögur lið fengu fleiri mörk á sig en Þróttur í fyrra og þeir þurfa að bjóða upp á betri varnarleik í sumar ætli þeir sér einhverja hluti. Eins missti liðið Viktor Jónsson sem skoraði 22 mörk í deildinni í fyrra. Þjálfarabreytingar urðu á liðinu annað árið í röð stuttu fyrir mót og við liðinu tók hinn ungi og óreyndi Þórhallur Siggeirsson sem þarf nú að sanna sig sem meistaraflokksþjálfari.

Lykilmenn: Daði Bergsson, Jasper Van Der Heyden, Archie Nkumu

Gaman að fylgjast með: Lárus Björnsson. Ungur sóknarmaður frá Stjörnunni sem gekk í raðir Þróttara í vetur. Verður áhugavert að sjá hvort hann fái tækifæri með Þrótti í sumar en hann lék töluvert í Lengjubikarnum í vetur.

Komnir:
Andri Jónasson frá ÍR
Ágúst Leó Björnsson frá ÍBV
Gunnar Gunnarsson frá Haukum
Lárus Björnsson frá Stjörnunni
Njörður Þórhallsson frá KV
Þorsteinn Örn Bernharðsson frá KR (Á láni)
Sindri Scheving frá Víkingi (Á láni)
Archie Nkumu frá KA
Rafael Victor frá ARC Oleiros í Portúgal

Farnir:
Egill Darri Makan í FH (var á láni)
Emil Atlason í HK
Finnur Tómas Pálmason í KR (var á láni)
Kristófer Konráðsson í Stjörnuna (var á láni)
Logi Tómasson í Víking R. (var á láni)
Óskar Jónsson í Breiðablik (var á láni)
Teitur Magnússon í FH (var á láni)
Viktor Jónsson í ÍA

Fyrstu þrír leikir Þróttar
5. maí Þróttur - Njarðvík
10. maí Grótta - Þróttur R.
17.maí Þróttur R. - Víkingur Ó.
Athugasemdir
banner
banner