Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 26. apríl 2020 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Hollendingar brjálaðir - Utrecht fer í mál við knattspyrnusambandið
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Hollensk knattspyrnufélög eru allt annað en sátt með ákvörðun sem var tilkynnt fyrir helgi um að hollenska deildartímabilinu væri lokið án meistara og án þess að lið fari upp eða niður um deild.

Spurningarmerki hafa verið sett við kosninguna þar sem hollenskir fjölmiðlar fullyrða að hlutlaus atkvæði hafi verið talin með af sambandinu til að ljúka tímabilinu strax.

Lið í efstu sætum B-deildarinnar eru brjáluð útaf þessari ákvörðun en það eru einnig nokkur lið í efstu deild, eins og FC Utrecht sem ætlar að höfða mál gegn hollenska knattspyrnusambandinu.

Utrecht er í sjötta sæti deildarinnar sem stendur, þremur stigum eftir Willem II en með betri markatölu og leik til góða. Ákvörðun knattspyrnusambandsins veldur því að Willem II fær síðasta Evrópusætið, en það eru Utrecht-menn ekki sáttir með.

Félagið er sérstaklega ósátt með að ekki sé takið mark á árangri í hollenska bikarnum, sem gefur vanalega eitt sæti í Evrópudeildina. Utrecht lagði Ajax í undanúrslitum og átti að mæta Feyenoord í úrslitaleiknum. Feyenoord er í þriðja sæti og þegar komið með sæti í Evrópudeildina.

„Það er óásættanlegt fyrir FC Utrecht að bikarkeppnin sé algjörlega hunsuð þegar tekin er ákvörðun um hvaða félög eiga rétt á sæti í Evrópukeppnum á næstu leiktíð," segir meðal annars í yfirlýsingu frá Utrecht.

Vanalega fá fjögur lið úr hollensku deildinni þátttökurétt í Evrópukeppnum auk sigurvegara bikarkeppninnar.

„Þetta var algjört brúðuleikrit. Eric vildi bara skella á eftir að ákvörðunin var tekin. Hann reyndi að hlaupa í burtu eins og þjófur að nóttu til," sagði
framkvæmdastjóri De Graafschap um Eric Gudde, einn stjórnenda hollenska
knattspyrnusambandsins. De Graafschap endar í öðru sæti B-deildar.

Sjá einnig:
Hollendingar hætta keppni
„Mesta skömm í sögu hollenska boltans"
Afar efins um að hægt verði að klára ensku deildina
Ziyech: Gildir markatalan ekekrt núna?
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner