Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 26. apríl 2021 17:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Gekk ekki upp peningalega fyrir Brentford - „Það kom mér á óvart"
Myndir af Valgeiri hjá Brentford
Myndir af Valgeiri hjá Brentford
Mynd: Brentford
Mynd: Brentford
Mynd: Brentford
Mark skorað
Mark skorað
Mynd: Brentford
„Ég segi bara allt fínt. Ég er bara heima í sóttkví með hundinum mínum, við verðum einir saman í fimm daga. Það mætti nánast segja að ég hafi verið í sóttkví síðustu sjö mánuði þannig ég er vanur þessu. Ég kom heim um miðjan dag í gær," sagði Valgeir Valgeirsson.

Valgeir var á láni hjá Brentford í vetur en er nú kominn aftur til Íslands og mun leika með HK í sumar. Valgeir verður nítján ára í haust.

Leikmenn hjá Brentford voru hvattir til þess að vera minna í því að kíkja út eftir æfingar eftir að upp kom smit á æfingasvæði félagsins í vetur. Valgeir kom aðeins inn á það í viðtali fyrr í vetur.

Þú kemur væntanlega heim í góðu standi?

„Já, mjög góðu standi. Við vorum að spila slatta af leikjum og æfingar á hverjum degi. Ég gæti ekki verið í betra standi.“

Ertu búinn að vinna í því að styrkja þig hjá Brentford?

„Það fyrsta sem ég gerði þegar ég kom út var að styrkja mig. Ég veit alveg hverjir mínir veikleikar eru og ég vil bæta mig þar. Ég þarf að bæta bæði hraða og styrk, það sá ég strax þegar ég kom út. Það var ein af ástæðunum af hverju ég spilaði bakvörð en ekki kant úti, ég hafði ekki hraðan og styrkinn til að fara framhjá öllum varnarmönnum, einbeiting mín fór mest í að bæta það.“

„Ég var í ræktinni fjórum sinnum í viku, tvisvar með mitt sérprógram og tvisvar á sama prógrami og liðið. Mitt fólst í því að bæta styrk og hraða.“


Kemur það þér á óvart að þú ert kominn í HK aftur?
Brentford var með forkaupsrétt á Valgeiri á meðan lánssamningnum stóð en ákvað ekki að nýta sér hann.

„Já, auðvitað kemur það mér á óvart. Mér fannst ég sjálfur standa mig mjög vel og þjálfararnir höfðu oft talað við mig um að ég væri búinn að vera flottur. Ég vissi það fyrir löngu að þeir vildu fá mig alfarið til félagsins en á endanum gekk það ekki upp og það kom mér á óvart. Ég bjóst við, og vildi vera lengur hjá félaginu. Þetta gekk ekki upp núna.“

Fékkstu einhverja útskýringu af hverju þetta gekk ekki upp?

„Já, það var oft búið að ræða við mig í aðdragandanum. Þeir voru búnir að láta mig vita fyrir einhverju síðan að þeir vildu kaupa mig. En því miður þá gekk það ekki upp út af covid. Þeir sögðu alltaf það sama, vildu hafa mig áfram á næstu leiktíð, en erfiðleikarnir eru miklir út af faraldrinum og peningalega þá gekk þetta ekki upp.“

Skildu þeir við þig á þá leið að þeir ætluðu að fylgjast áfram með þér, möguleiki að þeir kaupi þig í haust kannski?

„Þeir létu mig ekkert vita að þeir ætluðu að fá mig aftur í haust eða eitthvað þannig en þeir ætla að hafa augu á mér áfram. Þeir sögðu ekkert varðandi möguleg kaup í framtíðinni. Eina sem þeir sögðu var að þeir ætluðu að hafa augu á mér og að ég ætti að standa mig vel með HK í deildinni,“ sagði Valgeir.

Nánar var rætt við Valgeir og komandi tímabil með HK. Sá hluti viðtalsins verður birtur seinna í dag.

Athugasemdir
banner
banner
banner