Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
   lau 26. apríl 2025 18:32
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Frankfurt skoraði fjögur gegn Leipzig
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Eintracht Frankfurt 4 - 0 RB Leipzig
1-0 Ansgaur Knauff ('21)
2-0 Ansgar Knauff ('53)
3-0 Hugo Ekitike ('67)
4-0 Robin Koch ('71)
Rautt spjald: El Chadaille Bitshiabu, Leipzig ('50)

Eintracht Frankfurt tók á móti RB Leipzig í lokaleik dagsins í þýska boltanum og úr varð skemmtilegur slagur sterkra liða sem eru bæði í harðri baráttu um Meistaradeildarsæti.

Heimamenn í Frankfurt voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og verðskulduðu að taka forystuna þegar Ansgar Knauff skoraði á 21. mínútu.

Staðan var 1-0 í leikhlé og fékk El Chadaille Bitshiabu að líta beint rautt spjald á 50. mínútu, svo gestirnir frá Leipzig voru aðeins tíu eftir inni á vellinum.

Þeir reyndu að sækja þrátt fyrir að vera færri en enduðu á að tapa 4-0, þar sem Knauff skoraði annað áður en Hugo Ekitike og Robin Koch kláruðu dæmið. Ekitike átti einnig stoðsendingu í sigrinum.

Frankfurt er í þriðja sæti þegar þrjár umferðir eru eftir, sex stigum fyrir ofan Leipzig sem er í Evrópudeildarsæti.

Leipzig getur þó enn komist í Meistaradeildina þar sem liðið er aðeins tveimur stigum á eftir Freiburg í síðasta Meistaradeildarsætinu.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 14 12 2 0 51 11 +40 38
2 Dortmund 15 9 5 1 26 12 +14 32
3 RB Leipzig 14 9 2 3 29 16 +13 29
4 Leverkusen 14 8 2 4 30 19 +11 26
5 Hoffenheim 14 8 2 4 29 20 +9 26
6 Stuttgart 14 8 1 5 25 22 +3 25
7 Eintracht Frankfurt 14 7 3 4 29 29 0 24
8 Union Berlin 14 5 3 6 19 23 -4 18
9 Freiburg 14 4 5 5 21 23 -2 17
10 Köln 14 4 4 6 22 23 -1 16
11 Gladbach 15 4 4 7 18 24 -6 16
12 Werder 14 4 4 6 18 28 -10 16
13 Wolfsburg 14 4 3 7 20 24 -4 15
14 Hamburger 14 4 3 7 15 24 -9 15
15 Augsburg 14 4 1 9 17 28 -11 13
16 St. Pauli 14 3 2 9 13 26 -13 11
17 Heidenheim 14 3 2 9 13 30 -17 11
18 Mainz 14 1 4 9 13 26 -13 7
Athugasemdir
banner
banner
banner