sun 26. maí 2019 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sky: Chelsea vill 130 milljónir fyrir Hazard
Mynd: Getty Images
Eden Hazard virðist vera á leið til Real Madrid í sumar enda á hann aðeins tólf mánuði eftir af samningi sínum við Chelsea.

Félögin eru í viðræðum en eiga eftir að komast að samkomulagi um kaupverð. Real Madrid vill ekki bjóða meira en 88 milljónir punda á meðan Chelsea vill fá 130 milljónir. Þetta kemur fram á Sky Sports.

Þar kemur einnig fram að Chelsea sé ekki undir pressu að selja leikmanninn, þó það yrði slæmt að missa hann frítt eftir ár. Mögulegt er að peningarnir sem fást af sölu Hazard muni ekki gagnast félaginu fyrr en á næsta ári vegna viðskiptabanns frá FIFA.

Hazard vill að gengið sé frá viðræðunum áður en Belgía spilar við Kasakstan og Skotland í júní, samkvæmt belgíska knattspyrnusérfræðingnum Kristof Terreur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner